mánudagur, júní 25, 2007
Sumarfrí?
Gámurinn kom á fimmtudag, ég nennti ekki að taka upp úr kössum og skellti mér til Akureyrar með börnin mín. Verð hér fram á föstudag. Bless þangað til.
þriðjudagur, júní 19, 2007
laugardagur, júní 16, 2007
miðvikudagur, júní 13, 2007
Rugluð Rás 2?
Það hefur aldrei verið launungarmál að Rás 2 er uppáhalds útvarpsstöðin mín og spjallþættir og fréttatengt efni er oftast býsna málefnalegt og gott. Það gerðist samt eitthvað nú rétt í þessu þegar ég var að hlusta á einhvern síðdegisþátt, það eru pappakassar við stjórnvölinn. Einum umsjónarmanni þáttarins fannst þetta blogg svo fyndið að hann mátti til með að lesa það í útvarpið og mæra óhóflega. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem ég heyri þessu líkt við mansal en mér finnst þetta bara svo einstaklega ófyndið að ég verð bara foj. Húmorsleysi og allt það en ég ræð bara ekki við þetta, mér finnst þrælasala bara nákvæmlega ekkert til að gera grín að. Höfundur bloggsins fer svo sem ekkert leynt með þá staðreynd að hann er kjáni en stjórnendur þáttarins eiga að vita betur. Fávitar.
laugardagur, júní 09, 2007
þriðjudagur, júní 05, 2007
Efni draumanna segiði...
Margar nætur í röð hefur mig dreymt að ég standi í baráttu við ill öfl sem ætla sér að ná heimsyfirráðum. Geimverur, nornir, vampýrur og pólitíkusar eru aðal andstæðingar mínir og allt illþýðið notar heilaþvott til að telja fólk á sitt band. Oftast get ég flogið en aldrei mjög hátt. Alltaf er ég í ókunnu landi.
Það þarf svo sem engan sérfræðing til að segja mér að flutningar hafi þarna eitthvað að segja og ímyndunaraflið þarf ekki að vera mjög sterkt til að sjá að ég er ekki fullkomlega sátt. Ég bíð bara eftir að fá dótið mitt og geta farið að búa okkur aftur heimili, ég er í limbói núna og ég kann ekki við það. Þetta væri skömminni skárra ef veðrið væri skaplegt en því er ekki að heilsa þessa dagana.
Annars er það helst að frétta að ég keypti mér líkamsræktarkort í dag og réði einkaþjálfara til að koma mér af stað, ég kunni ekki við konuna sem ég sá bregða fyrir í spegli á laugardag, í hjarta mínu er ég tvítug mjóna.
Það þarf svo sem engan sérfræðing til að segja mér að flutningar hafi þarna eitthvað að segja og ímyndunaraflið þarf ekki að vera mjög sterkt til að sjá að ég er ekki fullkomlega sátt. Ég bíð bara eftir að fá dótið mitt og geta farið að búa okkur aftur heimili, ég er í limbói núna og ég kann ekki við það. Þetta væri skömminni skárra ef veðrið væri skaplegt en því er ekki að heilsa þessa dagana.
Annars er það helst að frétta að ég keypti mér líkamsræktarkort í dag og réði einkaþjálfara til að koma mér af stað, ég kunni ekki við konuna sem ég sá bregða fyrir í spegli á laugardag, í hjarta mínu er ég tvítug mjóna.
föstudagur, júní 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)