fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Komin heim

...fyrir nokkrum dögum, hef tekið síðustu daga í að ganga frá góssinu sem tróð sér í töskurnar mínar. Strákarnir mínir eru búnir að vera hálf slappir og keppast um athygli mína, bíllinn minn er sárlasinn en ég nenni ekki að sinna honum, neita bara að fara út úr húsi .

Ferðin var allt sem ég óskaði mér, ég hitti tvær yndislegar í Northampton en hefði gjarnan viljað hitta fleiri skvísur og komast á fleiri trúnó, það bíður betri tíma. Ferðafélagarnir voru æðislegir, ótrúlegt hvað maður kynnist sínum nánustu á nýjan hátt í öðru umhverfi.

Nú er jólaskapið farið að knýja dyra og ég sit hér sötrandi jólatúborg og japlandi harðfisk.
Yfir og út.

laugardagur, nóvember 10, 2007

Kveðja

Í fyrramálið höldum við Emil á vit ævintýranna. Þjófar geta sleppt því að gera sér ferð heim til mín þar sem helmingur heimilismanna verður á staðnum.

Sjáumst eftir nokkra daga.

p.s. Magnþóra, ég vona að þú sért að skemmta þér vel.

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Elsku pabbi

Til hamingju með afmælið!

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Víðförull garðdvergur


Northamptonbúar taka upp á ýmsu sér til dundurs. Hver man ekki eftir öryggisverðinum sem reyndi að kaupa þjónustu leigumorðingja til að koma eiginkonunni fyrir kattarnef?

Í september hvarf garðdvergur af bar þar sem hann starfaði sem lukkudýr, skömmu síðar fóru að berast póstkort og myndir af kvikindinu í Grikklandi þar sem hann skoðaði merka staði, smakkaði raki, feta ost og vingaðist við innfædda. Hann er nú kominn til baka á sinn stað og fræðir bjórþyrsta Englendinga um ævintýri sín og kollega síns sem hann kynntist á ferðalaginu, asna frá Warwickskíri.

Ég elska Breta.

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Martröð

Ég hlakka afskaplega mikið til væntanlegrar utanlandsfarar en eitthvað er undirmeðvitundin að gera gys að mér. Mig dreymdi að ég horfði á þotu Icelandair hrapa á blokk og allir farþegarnir fórust. Ég var líka að pakka niður til fararinnar og var að sjálfsögðu á síðasta snúningi með allt, öll fötin okkar Emils voru óhrein og ég hafði ekki hugmynd um hvað best væri að hafa með. Ég gleymdi enska símakortinu mínu og gat þess vegna ekki hringt í neina vini í Englandi. Við komust aldrei til Bicester og allar lestarsamgöngur lágu niðri. Ég missti af fluginu heim og týndi Emil.

Er ekki fall faraheill?
Eins gott að við fljúgum ekki með Icelandair.

Sætilíus



mánudagur, nóvember 05, 2007

Sonur föður síns

Framtíðarsýn

Eftir viku verð ég á rölti um Bicester, spreðandi peningum hægri og vinstri. Gefull hlakka ég til.
 
eXTReMe Tracker