sunnudagur, janúar 27, 2008
föstudagur, janúar 25, 2008
Brotin loforð...
Ekki er hægt að segja að ég hafi staðið við loforðið um vikulegt blogg en hver veit hvað þorrinn ber í skauti sér.
Fyrir rúmum tveimur vikum lagðist ég undir geislann og lét laga meðfædda fötlun að eins miklu leyti og hægt er, sjónin er smám saman að lagast en er samt soldið skrítin enn.
Æfingar eru hafnar á barnaleikriti sem til stendur að frumsýna í apríl og eins er undirbúningur fyrir þorrablót bæjarbúa kominn á fullt.
Í næstu viku byrja ég svo aftur í byggðasafni Þorpsins og verð þar alla morgna eitthvað fram eftir vori a.m.k.
Þetta er líf mitt í hnotskurn um þessar mundir.
Sæl að sinni.
Fyrir rúmum tveimur vikum lagðist ég undir geislann og lét laga meðfædda fötlun að eins miklu leyti og hægt er, sjónin er smám saman að lagast en er samt soldið skrítin enn.
Æfingar eru hafnar á barnaleikriti sem til stendur að frumsýna í apríl og eins er undirbúningur fyrir þorrablót bæjarbúa kominn á fullt.
Í næstu viku byrja ég svo aftur í byggðasafni Þorpsins og verð þar alla morgna eitthvað fram eftir vori a.m.k.
Þetta er líf mitt í hnotskurn um þessar mundir.
Sæl að sinni.
mánudagur, janúar 21, 2008
sunnudagur, janúar 06, 2008
Til hamingju með afmælið Emil Hrafn!
miðvikudagur, janúar 02, 2008
Svei mér ef ég blogga ekki bara smá
Gleðilegt ár gott fólk! Takk fyrir allt gamalt.
Hér var rokna partý í gær og allir í góðum gír, fórum ekki að sofa fyrr en undir morgunn, úttroðin af mat og drukk. Og btw þá var skaupið gott.
2007 var að mestu gott ár en að sjálfsögðu stendur 6. janúar uppúr. Emil Hrafn er að verða eins árs og er dásamlegt barn eins og stóri bróðir, við hjónin erum lukkunnar pamfílar.
2008 verður gott ár, ég finn það í beinunum. Ég verð rík og fræg og tek mig gasalega vel út í bikiníi í sumar. Ég fer samt ekki í vax á árinu. Ég massa nokkuð sem hefur lengi bankað í bakið á mér. Gæti gildnað um mig miðja á síðari hluta árs en það verður vonandi ekki af súkkulaðiáti. Ég blogga a.m.k. einu sinni í viku.
Í þessari spá ræður óskhyggja ríkjum.
Þar til næst.
Hér var rokna partý í gær og allir í góðum gír, fórum ekki að sofa fyrr en undir morgunn, úttroðin af mat og drukk. Og btw þá var skaupið gott.
2007 var að mestu gott ár en að sjálfsögðu stendur 6. janúar uppúr. Emil Hrafn er að verða eins árs og er dásamlegt barn eins og stóri bróðir, við hjónin erum lukkunnar pamfílar.
2008 verður gott ár, ég finn það í beinunum. Ég verð rík og fræg og tek mig gasalega vel út í bikiníi í sumar. Ég fer samt ekki í vax á árinu. Ég massa nokkuð sem hefur lengi bankað í bakið á mér. Gæti gildnað um mig miðja á síðari hluta árs en það verður vonandi ekki af súkkulaðiáti. Ég blogga a.m.k. einu sinni í viku.
Í þessari spá ræður óskhyggja ríkjum.
Þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)