föstudagur, febrúar 29, 2008
Týndi hlekkurinn
Einhverra hluta vegna hefur slatti hlekkja horfið við umskiptin. Endilega látið vita ef ykkur vantar á listann.
Nýjir tímar
Nú ætla ég að umfaðma mína innri væmni, hún hefur hvort eð er verið einráð á blogginu síðasta ár.
mánudagur, febrúar 25, 2008
laugardagur, febrúar 16, 2008
Laugardagsmorgunn á landsbyggðinni
Það er gott að búa í Þorpinu. Tvö börn bönkuðu upp á hjá mér rétt í þessu til að selja mér nýbakaðar kleinur. Beat this Kópavogur!
laugardagur, febrúar 09, 2008
Af tíðarfari og öðru fari
Ég nenni náttúrulega ekkert að skrifa um veðrið enda nægir aðrir sem sjá um það, ég ætla að víkja aðeins að öðru fari. Heilsufarið á heimilinu hefur ekki verið upp á marga fiska að undanförnu og hefur allt heimilisfólk fengið að kenna á því. Við hjónin mættum í vinnu hvort sinn daginn í vikunni en lágum þess á milli í bælinu, kvað svo rammt að heilsuleysinu að einn daginn reis ekkert okkar fjögurra úr rekkju. Karlpeningurinn er óðum að koma til en undirrituð er enn óttalega lasburða og sjálfsvorkunin í hámarki.
Það er annars helst að frétta að ég fór í langþráða leiser aðgerð í janúar og er nú að læra í fyrsta skipti að nota bæði augun í einu, það gengur hægt en örugglega. Mesta breytingin er sú að geta lesið götuskilti í meira en þriggja metra fjarlægð, nýtt líf alveg.
Ég er byrjuð að vinna hálfan daginn á Byggðasafni Ölfuss og verð þar eins lengi og fjárlög og verkefni leyfa. Skemmtileg vinna sem hentar mér fullkomlega.
Leikfélagið vann frækinn sigur á þorrablóti heimamanna um síðustu helgi og mun halda uppteknum hætti í barnaleikriti sem verður frumsýnt með vorinu. Gaman að þessu.
Fréttum er lokið.
Veriði sæl.
Það er annars helst að frétta að ég fór í langþráða leiser aðgerð í janúar og er nú að læra í fyrsta skipti að nota bæði augun í einu, það gengur hægt en örugglega. Mesta breytingin er sú að geta lesið götuskilti í meira en þriggja metra fjarlægð, nýtt líf alveg.
Ég er byrjuð að vinna hálfan daginn á Byggðasafni Ölfuss og verð þar eins lengi og fjárlög og verkefni leyfa. Skemmtileg vinna sem hentar mér fullkomlega.
Leikfélagið vann frækinn sigur á þorrablóti heimamanna um síðustu helgi og mun halda uppteknum hætti í barnaleikriti sem verður frumsýnt með vorinu. Gaman að þessu.
Fréttum er lokið.
Veriði sæl.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)