laugardagur, janúar 24, 2009

Hörður Torfa og afleiðingar orða

Ég skil vissulega hvað hann var að fara með orðum sínum í gær þótt ég hefði orðað það öðruvísi. Eða jafnvel sleppt því að orða það.

Mér finnst hins vegar frámunalega heimskulegt að láta þessi orð fæla sig frá því að mótmæla. Davíð og hans pótintátar sitja enn sem fastast og sömu aularnir eru í FME og leyfðu að íslenska þjóðin yrði sett á hausinn. Geir og Ingibjörg leiða enn ríkisstjórnina þrátt fyrir veikindi. Veik manneskja með fulla starfssorku hefur eflaust gott af því að vinna en þegar starfið skiptir sköpum fyrir heila þjóð og því fylgir að auki gríðarlegt álag, þá á fólk að hleypa öðrum að.

Litli krumminn minn er lasinn, annars væri ég á leið í bæinn núna. Í staðinn sit ég við tölvuna, íklædd appelsínugulri peysu.

Klæðist uppáhalds litnum okkar allra og drífið ykkur niður á Austurvöll.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker