fimmtudagur, október 30, 2003

Það eru að spinnast heitar blogg umræður um Leoncie sem var eitt sinn indversk prinsessa en er nú bara Icy Spicy Leoncie. Ástæðan fyrir þessu öllu er nýútkomin plata hennar sem inniheldur meðal annars hið stórkostlega Kópavogslag. Það eru allir með það á síðunum sínum þannig að ég vísa ykkur bara á eina slíka. Þetta lag er algjör snilld, ég var að heyra það í annað skipti í dag og ég get bara ekki annað en brosað og dillað mér við það. Mér þykir verst að hafa misst af ískryddinu í morgunsjónvarpinu, ég vona að það verði endursýnt. Miðað við sumar lýsingar á þessu má ég kannski kallast lánsöm að hafa misst af þessu en lagið er engu að síður stórfenglegt og HANA NÚ!

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker