miðvikudagur, október 29, 2003

Jæja, þetta er ljótt maður/kona! Ég er orðinn letibloggari og það er komið frost. Reyndar er frost fínt, kannski kemur þá nægur snjór til að skíðabrekkurnar verði þolanlegar (dream on).

Síðustu dagar hafa verið tiltölulega rólegir. Ritgerðasmíð. Reyndar tók betri helmingurinn sig til og bókaði ferð til Köben um þarnæstu helgi. Dáltið gaman.

Ég þoli ekki þetta yo dæmi hérna fyrir neðan og er að hugsa um að taka það út. Kvartanir verða endursendar.

Hér finniði fyrirtaks tímasóun og hana megiði stunda þar til ég blogga næst.

Mér þykir bara býsna vænt um ykkur.
Góða nótt

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker