fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Einu sinni var hún Aþena mín algjör veiðiköttur, en ekki lengur.

Það er hlussufluga að fara á taugum hérna inni, samt ekkert gult í henni (sem betur fer því að Þór er farinn til Danmerkur og þá þyrfti ég að hringja í pabba eða einhvern til að henda henni út ef hún færi ekki sjálfviljug). Ég hélt að kisa mín myndi aldeilis taka við sér og brýna klærnar aðeins. En... nei! Aldeilis ekki! Þegar Veiðiklóin Aþena varð flugunnar vör þá skreið hún undir hornborðið í stofunni og er þar í felum á bak við Trivial og Gettu betur. Ennþá eftir c.a. 10 mínútur. Raggeit!

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker