laugardagur, janúar 24, 2004

Ég er búin að setja inn nýtt kommentakerfi þar sem hitt draslið hefur ekki svarað vikum saman. Ég get samt ekki hent því gamla út strax því að ég finn það ekki í templeitinu.
Annars er lítið að frétta, stráksi er með hlaupabólu og ég hef því verið upptekin við að mála barnið með calmíni.
Bólu-Hjálmar og fjölskylda biðja að heilsa.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker