"Kæra Dís!"
Heiðursverðlaun dagsins falla dísinni í skaut þar sem hún var fyrst til að vígja nýja kommentakerfið mitt. Reyndar er ég ekki hissa á að hún hafi unnið keppnina því að hún er sú eina sem les bloggið mitt, a.m.k. hafa nánast engir aðrir gefið sig fram nema þá svo örsjaldan að þeir hljóta að hafa villst hingað inn fyrir slysni. Af þessum sökum hef ég ákveðið að tileinka Dísinni bloggið og ávarpa hana eina. Ef það kemur svo í ljós að ég á mér fleiri áhangendur þá verður ákvörðunin endurskoðuð en ekki er þó víst að henni verði breytt.
Enn er setið heima við og beðið eftir að hlaupabólurnar taki á sprett og hypji sig héðan, barnið lítur reyndar út fyrir að vera á batavegi og eru horfur á að það fari aftur á leikskólann á þriðjudaginn. Vonandi hefur þú, kæra Dís, átt ánægjulega helgi (þótt það sé reyndar erfitt að slá síðustu helgi út). Ætli ég verði ekki að fara að sýna þér myndir og sækja hnífapörin mín.
Mig langar að sýna þér smá grein, færð þú einhvern botn í þetta? Ef svo er þá þigg ég þýðingu á ÍSLENSKU.
Góða nótt elsku Svalur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli