Í gær gerðum við tilraun til að gefa öndunum á Læknum en þær syntu bara í burtu. Í dag gerðum við aðra tilraun en hættum við þegar við sáum að brauðbitarnir þekja yfirborð Lækjarins bakkanna á milli.
Sonur minn vaknaði eldhress í blíðunni í morgun en þar sem honum gekk eithvað illa að vekja mömmu gömlu rölti hann fram og vissi ég ekki meira fyrr en hann kom inn í herbergi íklæddur ninjabúningi, glamrandi á gítar og syngjandi eins og farandsöngvari. Í kvöld sofnaði hann svo í drekabúningi í sófanum. Í millitíðinni fór ég í foreldraviðtal í leikskólanum og fékk staðfestingu á því að ég á fyrirmyndarbarn. Þetta var góður dagur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli