laugardagur, mars 13, 2004

Vá! Ég var að fatta að ég hef ekki bloggað um neitt nema baðherbergið mitt síðan í lok febrúar. Eru ekki allir orðnir leiðir á þessu? Sérstaklega þar sem ekkert hefur gerst! Svona festist maður í sínum eigin litla heimi og sér ekki nema rassgatið á sjálfum sér (reyndar eru það ýkjur, ég sé það yfirleitt ekki einu sinni sjálf). Ég lofa að hætta þessu fyrr en eitthvað gerist og meira að segja þá skal ég ekki segja of mikið.

Nú ætlum við snillingurinn að vera ein heima í tvær vikur og hafa það gott. Verst að geta ekki haldið endalaus matarboð (af augljósum ástæðum sem ég var að enda við að lofa að blogga ekki meira um) en ef einhverjir aðrir eru að halda endalaus matarboð þá erum við í miklu stuði um kvöldmatarleyti á degi hverjum. Ef einhver vil bjóða okkur í sturtu þá er það líka mjög vel þegið, ég nenni nefnilega ekki alltaf að fara í sund. Að sjálfsögðu þýðir lítið fyrir mig að mæta með soninn í sturtuklefa sundlaugar og setja punkt þar við, drengurinn heimtar sitt busl.

Áðan sendi nágrannakona mín mér tvær súkkulaðikökusneiðar og þær voru æði með léttmjólk.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker