Ég er svolítið skrítin þegar kemur að tónlist, annað hvort elska ég hana eða hata heitt og innilega. Gengur þetta svo langt að ég verð geðvond ef ég heyri lag sem mér líkar ekki og getur þetta valdið vandræðum ef ég hef ekki fulla stjórn á hljómflutningstækjum þeim sem kunna að vera nálægt mér enda var ég hötuð af plötusnúðum á skemmtistöðum borgarinnar í þá daga sem ég stundaði svoleiðis líferni. Á hinn bóginn verð ég ljúf sem lamb og jafnvel nokkuð skemmtileg ef tónlistin er að mínu skapi. Það er einstaklingsbundið hvað heillar við músík en í mínu tilfelli er það yfirleitt rödd þess sem syngur og sumar raddir heilla einfaldlega meira en aðrar. Ég ætla ekki að segja hvað varð til þess að ég fór út í þessa hugleiðingu en síðasta hálftímann hef ég verið að reyna að rifja upp kynþokkafullar karlmannsraddir sem valda mér skjálfta í hnjánum og ég er að hugsa um að deila þeim með þeim sem vilja, í engri sérstakri röð.
*Eddie Vedder sérstaklega í Last kiss, fæ alltaf hroll þegar ég heyri hann syngja það.
*Nicholas Cage Love me... þarf að segja eitthvað meira?
*Prince bara alltaf, hvort sem hann syngur eða dansar, á unglingsárum mínum hékk hann allsnakinn á veggnum yfir rúminu mínu... við hliðina á krúttlega kettlingnum.
*Robert Smith eini karlmaðurinn sem er smart með eldrauðan varalit. *Kurt Cobain er sexí þegar hann spyr hvar ég svaf síðastliðna nótt.
*Morrissey er sjarmerandi maður.
*Nick Cave heillandi á sinn tregafulla hátt.
*Michael Hutchence hvenær sem er en það er eitthvað við The loved one.
*Jay Kay er unaðslegur hvernig sem á hann er litið/hlustað og ég verð alltaf ástfangin af honum þegar ég heyri Half the man.
*Gary Jules ég skelf.
*Jimmy Nail einfaldlega svalur
*Jim Morrison Just show me the way to the next whisky bar...
*Robbie Williams kynþokkinn holdi klædddur.
*Justin Timberlake ég hlusta ekki sérstaklega á tónlistina hans en það er eitthvað við röddina og ég skil hvað Britney og Cameron sáu við hann.
*Guðjón Rúdolf kannski ekki fallegasti maðurinn í bransanum en vá hvað hann kann á tilfinningarnar.
*Villi naglbítur ekta karlmaður sem kann að grilla og syngur um goðsögur og ævintýri í þokkabót.
*Jón Ólafs einlægnin skilar sér.
*Biggi í Maus það er bara eitthvað mjúkt og seiðandi við hann.
Ég held að ég láti hér staðar numið en hver veit nema ég segi næst frá kynþokkafullum kvenmannsröddum.
Góðar stundir
þriðjudagur, júlí 20, 2004
Lítið blogg lengi.
Sturtan loks komin í gagnið en eins og dyggir lesendur vita þá hef ég þurft að stunda sundstaði og baðherbergi vina og vandamanna grimmt síðustu mánuði (les. næstum hálft ár). Það var ekki fyrr en ég hætti að baða mig að eitthvað fór að gerast. Reyndar er líkami minn farinn að þrífa sig sjálfur þannig að ég er að hugsa um að sleppa því bara að prófa sturtuna og leyfa náttúrulegri angan minni að njóta sín.
Sturtan loks komin í gagnið en eins og dyggir lesendur vita þá hef ég þurft að stunda sundstaði og baðherbergi vina og vandamanna grimmt síðustu mánuði (les. næstum hálft ár). Það var ekki fyrr en ég hætti að baða mig að eitthvað fór að gerast. Reyndar er líkami minn farinn að þrífa sig sjálfur þannig að ég er að hugsa um að sleppa því bara að prófa sturtuna og leyfa náttúrulegri angan minni að njóta sín.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)