fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Ég hafði sérlega gaman af samtali Svansýjar og Lou Reed rétt í þessu, þau þeystu um víðan völl og allan heim og ég get rétt ímyndað mér hvers kyns lífsreynsla það er að tala við svona fugla. Ég gat samt ekki varist þeirri hugsun að viðtalið minnti á annað slíkt sem fröken Bridget Jones tók við Colin Firth í Róm (þeir sem vita ekki um hvað ég er að tala ættu að skammast sín), spyrlan reyndar heldur einbeittari og klárari en kannski var það Lou sem var Bridget í þessu tilfelli. Mér þætti ótrúlega gaman að fá að sjá viðtalið sem Lou Reed tók við Svansý og skora hér með á hana að bjarga málunum sem allra fyrst og ekki síðar en í 15 ára stúdentsafmælinu.

1 ummæli:

theddag sagði...

Við skulum vona að henni hafi gengið aðeins betur en Bridget, viðtalið við Colin var svolítið neyðarlegt. Hún var kannski aðeins of upptekin af skyrtunni og vatninu ;)

 
eXTReMe Tracker