fimmtudagur, desember 23, 2004

Hæ þið!

Ég átti í ægilegri krísu í dag með jólagjöf handa eiginmanninum, krísan sú er nú úr sögunni því að ég á yndislega bræður. Nú er ég bara að sigla inn í jólaskapið enda er allt að verða tilbúið. Það eina sem á eftir að gera er að versla í matinn og fara yfir gólfin. Þetta verður vonandi búið fyrir miðjan dag á morgun og þá er sko hægt að slaka á og dunda sér við að henda upp jólaskrauti þar sem auðir blettir finnast.

Í gær notaði ég loks nuddtímann sem góðar gellur gáfu mér í afmælisgjöf og af þeim sökum er ég einstaklega afslöppuð og sæt fyrir þessi jól.

Við býttuðum á gamla sjónvarpinu og dvd spilara um daginn, Beetlejuice er fyrsta myndin sem ég keypti á svoleiðis formi og er hún nú í prufukeyrslu enda hefur eiginmaðurinn heittelskaði ekki séð hana fyrr.

Bless í bili.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Óska ykkur gleðilegra jóla, og veit reyndar að þau verða góð fyrst að þú ert svona afslöppuð og sæt... ..en þú ert alltaf sæt, svo að.. ..ja, hvað um það GLEÐILEG JÓL!!

Ljúfa sagði...

Þakka þér og sömuleiðis.

Hver ertu eiginlega?

 
eXTReMe Tracker