föstudagur, febrúar 11, 2005

Á þessum árstíma fæ ég alltaf á tilfinninguna að það sé óvenju mikið um dauðsföll og þetta árið er engin undantekning, ég held jafnvel að núna nálgist metár (ekki það að það sé eitthvað eftirsóknarvert). Hafiði tekið eftir því hversu margar dánarfregnir eru í blöðunum á degi hverjum? Ekki? Kíkiði þá í Fréttablaðið í dag. Flensan er getur verið ótrúlega hættuleg.

Fyrir sjö árum upp á dag, kvaddi amma mín elskuleg þennan heim. Hún var að mínu mati einn sá almesti snillingur sem uppi hefur verið, sjö barna móðir, verkakona, hannyrðakona, vinkona (bæði lítilmagnans og mín) og allt. Hún var líka stórreykingakona en náði þrátt fyrir það að verða 82 ára gömul. Einu sinni var fjölskylduboð hjá annarri dóttur hennar, sú gamla sat frammi í eldhúsi með sígarettuna í annarri og öskubakkann í hinni. Ég settist hjá henni og við tókum spjall eins og okkar var von og vísa. Þegar sígarettan var brunnin upp og kominn tími til að kveikja í þeirri næstu fékk siðprúði unglingurinn hún ég aðkenningu að taugaáfalli, kveikjarinn hennar skartaði mynd af alsnöktum karlmanni. Þegar ég hafði jafnað mig, áttaði ég mig á þvíð að þetta var ótrúlega smart og ákvað að ég skyldi verða eins þegar ég kæmist á áttræðisaldur. (Nú er ég reyndar búin að lofa að hætta að reykja þann 20. febrúar en það er enginn sem segir að ég geti ekki byrjað aftur í ellinni en það væri kannski skemmtilegra að vefja eina og eina jónu en að svæla hitt eitrið.)
Amma mín var mér ótrúlega góð og er eiginlega bara fyrirmynd mín í lífinu, vonandi kemst ég einhvern tíma með tærnar þar sem hún hafði hælana, meira bið ég ekki um.

3 ummæli:

Hildigunnur sagði...

það eru amk uppgrip í jarðarfarasöngnum! 5 so far í mánuðinum og ég er bara í no pressure grúppum...

Ása Lára sagði...

hún amma okkar var einstök kona og óóóóóóótrúlega dugleg - og með mikinn karakter.

hulda sagði...

Ég er sammála þér með að byrja á öllum ósómanum bara aftur þegar manni verður hent inn á hjúkrunarheimilið. Þá verður wisky, camel filterslaus og kannski eitthvað sterkara meðan Janis Joplin ræskir sig á fóninum;) Eitthvað til að hlakka til.

 
eXTReMe Tracker