fimmtudagur, júní 30, 2005


Uppáhaldið mitt. Keypt á Duran Duran hátíðinni í Sjallanum. Posted by Hello

Ég man nú ekki hvaðan þessi kom, hef líklega keypt hana í einhverri plötu- eða bókabúð. Posted by Hello

Hátíðin þót ti takast svo vel á Traffic að ástæða þótti til að halda aðra slíka í Sjallanum á Akureyri. þangað fór ég alein og skemmti mér konunglega. Wham hátíðin var ekki jafn vel heppnuð og aðgöngumiðinn ekki líkt því eins flottur. Posted by Hello

Mig minnir að ég hafi fengið þessi póstkort á tíu ára afmælisdaginn. Posted by Hello

miðvikudagur, júní 29, 2005

Tímabundið þoli ég ekki fólk sem er að fara á djúran djúran tónleika, þó aðeins tímabundið.
Það er bannað að monta sig í kommentakerfinu mínu yfir að vera að fara.

þriðjudagur, júní 28, 2005

Að lifa er að þrífa skít. Það er a.m.k. tilfellið hjá mér þessa dagana.

sunnudagur, júní 26, 2005

Betra er seint en aldrei!

Beggi fattaði júró færsluna mína þann 14. júní. Vel af sér vikið!


laugardagur, júní 25, 2005

Ég er að niðurlotum komin vegna fyrirtíðarspennu (eða bara almennrar geðvonsku, er ekki alveg viss hvort það er, f.t.s. hljómar bara betur þar sem ég er kona og við megum víst aldrei vera óhressar nema þetta eina skipti í mánuði. Btw, heyrði einhver fréttina um Rússana sem eru víst á hröðu undanhaldi undan lífinu? Mér varð svolítið illt í geðinu þegar greint var frá meðalaldri karlmanna en hvergi var minnst á konur. Mér finnst ég alltaf vera að heyra einhver svona dæmi þessa dagana. Svona eins og með hjartamagnylið (eða hvað það nú var) sem dregur úr líkum á hjartaáföllum hjá körlum en enginn veit ENNÞÁ áratugum seinna hvaða áhrif það hefur á konur. Maður gæti sagt skítt með það ef konur væru bara innan við 10 % jarðarbúa en við erum víst aðeins fleiri en svo. Fokkíngs kallaveldi alltaf hreint!) en vona að folaldalundin sem ég er að fara að elda og ítalska eðalvínið sem okkur tókst að geyma í þrjá mánuði, hressi mig við.

fimmtudagur, júní 23, 2005

Hróður Hesta-Jóa hefur borist víða.
Pétur Pétursson fær hrós dagsins í dag.

þriðjudagur, júní 21, 2005

Nú ætti Hildigunnur að geta tekið gleði sína á ný, ég er nefnilega rassaður bloggari frá og með deginum í dag.

mánudagur, júní 20, 2005

Við erum flutt. Þvo, taka upp úr kössum, sparsla, mála, vinna, éta, sofa. Þetta er það sem líf okkar snýst um þessa dagana. Kisa tekur ekki þátt í vitleysunni og neitar að koma undan sólpallinum þrátt fyrir loforð um soðinn fisk og kjúkling. Hungrið hlýtur að knýja hana út einn góðan veðurdag.

Þakka ykkur annars fyrir kveðjurnar. Og nei Einar, afmæli lýðveldisins og Johnnys hefur ávalt fallið í skuggann af mínu.

Jæja, vildi bara kasta á ykkur kveðju, vinnan bíður.

laugardagur, júní 18, 2005

Merkisatburðir hafa átt sér stað í höfuðborginni, rétt fyrir kvöldmat í gær fæddist lítil stúlka sem hefur verið beðið með óþreyju og sú er sko náskyld mér.
Velkomin í heiminn litla kríli!
Hjartanlegar hamingjuóskir til fjölskyldunnar, get ekki beðið eftir að hitta ykkur öll.

miðvikudagur, júní 15, 2005

Ég deildi rúmi með roðamaurum í nótt.

sunnudagur, júní 12, 2005

Þetta er að bresta á. Eldhúsið og stofan eru að stórum hluta ofan í kössum sem við ætlum að taka með til Sataníu á eftir. Ég á bara eftir að koma hingað heim til að tína saman drasl og þrífa, það er ekki einu sinni víst að ég eigi eftir að sofa hérna aftur. Blendnar tilfinningar.

Lítið verður bloggað næstu vikuna en ég vil þó minna á að ég tek við afmæliskveðjum þann 16. júní. Bannað að gleyma.

laugardagur, júní 11, 2005

Jæja, ég lifði fyrstu vikuna af.

Í kommentakerfinu eru uppi vangaveltur um hvað og hvers vegna Þorp Satans er. Í u.þ.b. hálftíma fjarlægð frá höfuðborginni er lítið sjávarþorp sem heitir Þorlákshöfn og þangað er ég að flytja með allt mitt slekti eftir nokkra daga. Þessir flutningar leggjast bara ágætlega í mig og ég lofa því að það er algerlega af fúsum og frjálsum vilja sem ég yfirgef höfuðborgarsvæðið. Þeir sem vilja fræðast betur um þetta er bent á að skoða færslu frá 18. mars 2005.

Eitthvað verð ég að hafa mér til dundurs þarna í Sataníu svo ég tók að mér að kenna börnum að leika sér í fáeina tíma á dag. Þetta er vissulega töluverð áskorun því að mitt eigið eintak er frekar meðfærilegt og ég er ekki alltaf viss um hvort ég hafi sérlega gaman af börnum. Eða jú. Kannski. Veit ekki. Ég þarf a.m.k. að sigrast á ýmsu hjá sjálfri mér til að þetta gangi upp og það er bara gott. Ég þarf líka að tala rosa hátt, stundum, það er svolítið erfitt því að ég er ennþá alltaf með hor og hæsi, líklega frjóofnæmi.

Nú sit ég heima í Hafnarfirði og er að reyna að mana mig í að byrja að pakka. Mér finnst það pínu súrt því að mér líður vel hér og saga litlu fjölskyldunnar er nátengd íbúðinni; fyrsta íbúðin, fyrsta barnið, fyrstu kettlingarnir, fyrsta hjónabandið o.s.frv. Ég vona bara að það verði ekki taka tvö á öllu þótt við séum að kaupa okkur húsnæði í annað sinn.

mánudagur, júní 06, 2005

Það gleður mig ákaflega að það skuli vera líf í kommentakerfinu mínu þótt ég sé fjarverandi.
Ég er byrjuð að vinna í Þorpi Satans og er algjörlega upp á aðra komin hvað netið varðar, líklega verður það viðvarandi ástand fram í seinni hluta mánaðarins (eða hvað Litli?) en ætli ég reyni ekki að heilsa upp á ykkur þegar ég mögulega get, á sko helgarfrí og allt, a.m.k. stundum. Svo lofa ég að verða dugleg þegar ég er flutt og nettengingin komin í lag.
Af mér er það annars að frétta að ég er enn með hor og það er leiðinlegt. Ég er búin að tala með skríplarödd í mánuð og lagast bara ekki neitt. Er þetta löglegt?
Leibbalingurinn verður sex ára 9. júní og tekur við hamingjuóskum í kommentakerfinu (mínu eða hans, þær komast örugglega til skila).
 
eXTReMe Tracker