fimmtudagur, júlí 28, 2005

Eiginmaðurinn stal tölvunni minni í nokkra daga og ég nennti ekki að blogga á risaeðluna sem leggur undir sig stofuna.

Þorpið segiði?
Ég er búin að vera hér síðan í byrjun júní, til að byrja með bjuggum við leibbalingur hjá tengdó og það var, skal ég segja ykkur, algjört lúxuslíf. Morgun-, hádegis- og kvöldverður framreiddur daglega og heitur pottur í kaupbæti. Lingurinn lærði að synda á hverjum morgni og að ríflegum hádegisverði loknum, stjórnaði ég honum og öðrum villingum á leikjanámskeiði. Þann 16. júní (sem er m.a.o. afmælisdagurinn minn) fengum við höllina afhenta. Öðru leikjanámskeiði, tveimur gæsapartýum, tveimur brúðkaupum, sumarfríi og heilmikilli vinnu í Golfklúbbi Þorlákshafnar síðar, eru enn milljón kassar óuppteknir, engin húsgögn eru komin í borðstofuna, hillur vantar í bílskúrinn, múrviðgerðir á húsinu eru enn ekki hafnar, enn hefur ekki verið borið á sólpallin en ljósi punkturinn er að ég á fína, mjúka stóla úti og grill í lagi. Kemur það einhverjum á óvart að við ætlum að vera heima um helgina?
Næst skal ég segja ykkur meira frá því hvernig það er að búa í Þorpi Satans (?).

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker