Ég er stödd í Golfskálanum akkúrat núna og er orðin gjörsamlega PARANOID. Lítið flugukvikindi eltir mig um allt hús og þráir greinilega ekkert heitar en að skríða inn í mig. Þegar ég var helmingi yngri, dreymdi mig einu sinni að fluga skriði út úr kýli á olnboga mínum, umkringd hvítu slími. Hún reyndi svo ítrekað að skríða inn í mig aftur og ég man ekki hvernig eða hvort draumurinn hélt áfram. Er martöðin að rætast? Ég er búin að sprauta flugnaeitri út um allt og mig klæjar bókstaflega allsstaðar. Þetta er eflaust meinlaust kvikindi og það er fjári óþægilegt að kippast við í hvert sinn sem ég sé eða heyri í flugu því að það er allt morandi í þeim hérna.
Ó, það er bíll að renna hér í hlaðið... þrír menn í hvítum sloppum stíga út og einn þeirra heldur á hvítum jakka með óvenjulöngum ermum. Hvað skyldu þeir vilja?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli