þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Það er ekki eins og ég nenni ekki að blogga. Þær eru ófáar mínúturnar sem ég hef setið við tölvuna og ausið úr mér skemmtilegheitum og fúlheitum í bland en allt kemur fyrir ekki, ódauðleg snilld er nú dauð vegna þess að bévítans nettengingin er með derring og kemur og fer eins og hún hafi engum skyldum að gegna. Einhver Homer hjá fjarskiptafyrirtæki Fjárans lét sér detta í hug að ýta á eins og einn eða tvo takka og restin er histería.

Ég hafði mjög gaman af þættinum um INXS enda var ég ákafur aðdáandi um fermingaraldurinn, það má því gera ráð fyrir að ég verði föst yfir kassanum næstu sunnudagskvöld. Það gladdi mig einnig ósegjanlega að sjá að Ódáðaborg mætir aftur á skjáinn í kvöld, fantafínir þættir og svo er ég líka pínu skotin í honum þessum.

Ég man nú ekkert markvert í augnablikinu en það er aldrei að vita hvað gerist þegar nettengingin dettur út næst.

Jú heyrðu mig nú! Hún slr frænka mín fæddi stúlkubarn þann 3. nóvember! Til hamingju!

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker