miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Fjarskiptafyrirtæki Satans hefur haldið mér frá blogginu að undanförnu. Nettengingin dettur inn og út og enginn virðist vita hvernig á að kippa þessu í lag. Nú er hún inni og vonandi varir það ástand að eilífu.

Héðan er svo sem ekkert merkilegt að frétta svo að það er engin þörf á að lesa lengra.

Leikfélagið er að verða ansi smart, áheyrnarpróf fóru fram í gærkveldi og það er sko engin spurning að það er ekki hörgull á hæfileikaríku fólki í Þorpinu.

Mig dreymdi furðulegan draum um bloggara sem ég hef aldrei átt orðaskipti við og les bara í laumi en þótt ég verði pínd til dauða mun ég aldrei ljóstra upp um innihald draumsins. Djöfull var hann samt skemmtilegur.

Sonur minn, snillingurinn, hringdi í lögguna í gær til að kvarta yfir foreldrum sínum. Nú bíð ég bara eftir að barnaverndanefnd láti sjá sig.

Verð að hætta núna, það er einhver að ban

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker