þriðjudagur, janúar 31, 2006

Viljum við ekki öll jafnrétti fyrir börnin okkar?

mánudagur, janúar 30, 2006

Mig langar að blogga en veit svo sem ekki um hvað. Á ég að skrifa um að ég var lasin megnið af síðustu viku og að það bráði af mér og að ég er aftur komin með hita? Eða um fundinn sem ég var á í kvöld sem gekk svona glimrandi vel (held ég)? Eða það að ég er hætt að vinna í bili? Eða um bókina sem ég er að lesa?
Ég er að spá í að bjóða ykkur að sjá um þetta fyrir mig:

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin/nn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu af hverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Vinsamlegast notið kommentakerfið.

laugardagur, janúar 21, 2006

Miðað við frammistöðu kvöldsins þá er það algjör skandall að þetta frábæra lag skuli ekki hafa komist áfram.

p.s. bloggleikurinn er í vinnslu.

sunnudagur, janúar 15, 2006

Mér skilst að mér sé skylt að birta þetta:

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og…

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðurðu að setja þetta á bloggið þitt!

laugardagur, janúar 14, 2006

Ég er með einhverja græju á síðunni sem finnur út að hverju leitarvélar hafa leitað og ég verð að segja að svalasti leitarinn vildi finna eitthvað um tordýfilinn sem flaug í rökkrinu. Djöfull langar mig að komast yfir þetta leikrit. Veit einhver?
Þar sem langt er liðið á árið er varla við hæfi að óska ykkur gleðilegs árs en ég geri það samt; gleðilegt ár! Þið eruð eruð æðisleg!

Ég skrifaði víst lítið í desember enda leið sá mánuður að mestu í lyfjarússi þar sem mér tókst að rifbeinsbrotna, jólin voru samt ágæt þrátt fyrir stutt frí og mikla vinnu. Ég er semsagt að vinna hér í þorpinu en ætla að hætta í því starfi um næstu mánaðarmót og takast á við Golíat þann sem á mig hefur sótt undanfarin misseri. Ástæðan er sú að það eru miklar breytingar framundan en ég ætla ekki að skrifa um þær fyrr en nær dregur.

Parísardaman leit við í Þorpi Satans og færði okkur flott gums sem ég veit ekkert hvernig á að nota (bíð eftir leiðbeiningum) en því miður missti ég af henni vegna vinnu en maðurinn minn var hæstánægður með heimsóknina, ég geri mér samt vonir um að hitta hana fljótlega yfir rauðvínsglasi.

Eftir helgina ætla ég að byrja á líkamsræktarprógrammi undir handleiðslu einkaþjálfara, síðan ég byrjaði á núverandi vinnustað hefur ummál mitt stækkað ótrúlega, sérstaklega þar sem ég hef lítið geta hreyft mig vegna áðurnefnds rifbeinsbrots og nú er farið að stefna í óefni.

Sonur minn er farinn að minna óþyrmilega á Homer Simpson enda fær hann stundum að horfa á þættina, það er hins vegar kostur hvað drengurinn er orðinn drulluklár í ensku... ég meina... þekkiði marga 6 ára gutta sem segja við ykkur "tékk ðis át, ðis is só kúl" og vita hvað það þýðir?

Lífið er ágætt, ég var að borða steikt folald og meððí.
 
eXTReMe Tracker