laugardagur, febrúar 11, 2006

Ég er að hugsa um að hneyksla ykkur með því að blogga þriðja daginn í röð.

Í gærkvöldi fengum við hjónin góða gesti sem átu, drukku og glöddust með okkur. Singstar var haft um hönd og ó boj hvað það er skemmtilegt! Í mínum augum er þetta það eina sem getur réttlætt kaup á pleisteisjon, reyndar hef ég barist hatrammlega gegn slíkum kaupum en mótstaðan fer dvínandi, sérstaklega ef ég fæ alla singstar diskana.

Takk fyrir frábært kvöld öll!

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker