mánudagur, febrúar 13, 2006

Mér líður heldur betur í dag, ekki síst vegna þess að mig dreymdi að ég gerði mikla uppreisn gegn samfélagi þar sem nánast allir voru steyptir í nákvæmlega sama mót. Ég var ein af örfáum sem hélt sjálfstæðri hugsun og þurfti að losa aðra undan oki valdhafanna. Ég átti að vísu mikla baráttu fyrir höndum en var einhvern veginn uppfull af væntumþykju og trú á að þetta væri bara tímabundið ástand. Svo vaknaði ég. Svo sofnaði ég aftur. Þá var ég knapi á veðhlaupahesti að keppa til úrslita á ólympíuleikum.
Mig dreymir alltaf í lit.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker