þriðjudagur, mars 28, 2006

Ég er svolítið blá núna.

Við sýndum síðustu sýninguna um helgina og auðvitað var það langskemmtilegasta sýningin. Leikhópurinn er alveg magnaður og mér finnst bara alveg þrælsorglegt að þurfa að yfirgefa þessa öðlinga í sumar.
Eiginmaðurinn kom heim um helgina og systkyni mín þyrptust í Þorpið til að fara með honum á sjóvið, held að þeim hafi ekki leiðst neitt rosalega. Hái, dökkhærði og myndarlegi maðurinn hvarf af landi brott í gær.
Mér gengur ekki alveg nógu vel að skrifa og ég er hrædd um að gamall draugur sé farinn að gera svolítið vart við sig. Ég kann samt að kveða niður svona drauga.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker