þriðjudagur, maí 30, 2006

Nýverið samþykktu Siglfirðingar og Ólafsfirðingar nýtt nafn á nýsameinað sveitarfélag. Fjallabyggð. Akkuru þarf allt að heita byggð í dag? Þykir nafnið einkennandi fyrir sveitarfélagið? Hvað með öll hin þar sem allt er morandi í fjöllum? Mig minnir að hið skítsæmilega nafn Tröllaskagabyggð hafi einnig verið í boði. Tröllaskagi hefði þó verið enn betra og skorað hátt hjá mér.

Það er mér með öllu óskiljanlegt hvers vegna ekki lúta allir mínum vilja.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker