þriðjudagur, júlí 25, 2006

Ég er komin með nýtt gsm númer og er búin að fjarlægja íslenska kortið úr símanum mínum, héðan í frá verður það eingöngu virkt þegar ég er heima á Íslandi.
Þeir sem vilja nýja númerið geta haft samband í tölvupósti og fá það þá sent um hæl.

Annars erum við bara í stuði hérna í hitanum, erum svona mest að drepa tímann núna þar til úrslitaþáttur Rockstar byrjar, Dilana söng Ring of Fire í gærkvöldi og ég er dáleidd. Hún er sjúklega flottur performer og ég efast um að hún sé af þessum heimi. Ég er búin að heyra þetta í hausnum síðan í gærkveldi og átti erfitt með svefn í nótt. Þetta vitið þið reyndar flest þar sem þið eruð einum eða tveimur þáttum á undan okkur.

Á morgun fer ég loks í fyrstu mæðraskoðun, ekki seinna að vænna enda á 17. viku. Snillingurinn hefur fengið nýtt nafn (en vonandi bara tímabundið) og kallast núna Límmiðinn. Hann er eilítið óöruggur um stöðu sína og hlutverk innan fjölskyldunnar og hallast helst að því að honum verði skilað þegar nýr einstaklingur lítur dagsins ljós. Við erum svona að reyna að ræða við hann í rólegheitum og vonandi jafnar hann sig fljótlega.

Fleira er ekki í fréttum í bili.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker