föstudagur, júlí 28, 2006

Jæja, það er bara kominn föstudagur enn eina ferðina. Ferlega líður tíminn hratt. Mig langar að fara eitthvað um helgina, kannski til London eða Hunstanton eða bara eitthvað.
Skoðunin gekk vel og ég fékk loks staðfest að ég er ekki ímyndunarólétt, hjartsláttur og læti bara. Ég á svo pantaðan tíma í ómskoðun á þriðjudaginn.

Ég mæli með því að allir sem vettlingi geta valdið mæti við Bandaríska sendiráðið klukkan hálf sex í dag og láti í ljós andúð á framferði Ísraelsmanna og Kana um þessar mundir.

Vonandi verður veðrið ykkur hagstætt um helgina.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker