fimmtudagur, júlí 13, 2006

Í kvöld er hátíð í bæ, netið er komið.
Í öðrum fréttum er það helst að foreldrar mínir elskulegir eru í heimsókn og rétt í þessu standa þau í miklum mauramorðum enda troða helvítis kvikindin sér alls staðar, m.a.s. í frystiskápinn en reyndar enda þau ævina þar.
Ég fékk óvænta og skemmtilega heimsókn í vikunni, vinkona mín var stödd í Lundúnaborg þegar hún minntist þess að ég væri flutt til Englands. Hún lét sig ekki muna um að stökkva upp í lest og heimsækja mig, ég vona svo sannarlega að þið hin takið hana til fyrirmyndar enda hef ég nóg pláss fyrir ykkur.
Leifur er byrjaður í skóla og gengur mjög vel að aðlagast og svo er hann alveg hrikalega sætur í skólabúningnum, við tókum reyndar þriggja daga frí fyrir hann núna svo að við getum aðeins þvælst með mömmu og pabba og svo byrjar eiginlegt sumarfrí 21. júlí.
Ég er búin að kaupa mér 6 pör af skóm síðan ég kom en lítið af fötum þar sem ég er of stór í flest venjuleg föt en of lítil í tækifærisfatnað.
Við erum líka búin að eyða ógislega miklum peningum í heimilistæki og húsgögn og sundlaug en það er bara of dýrt að kaupa ný föt í hvert skipti sem þau gömlu fara að standa sjálf, svo elska ég líka nýju Husqvarna uppþvottavélina mína.
Ég ætla ekki einu sinni að ræða veðrið hérna, þið eruð nógu svekkt fyrir.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker