mánudagur, júlí 17, 2006

Hitinn hérna er óbærilegur núna, ég sé fram á að halda mig inni næstu daga nema þegar ég þarf að koma snillingnum í og úr skóla. Ég hef líka verið rækilega minnt á það að börn byrja að leika sér að blöðrum í móðurkviði svo það er eins gott að fara aldrei lengra en fáeina metra frá klósettinu.

Það er rúmur mánuður síðan ég hætti að rækja en í nótt dreymdi mig að ég hefði byrjað að reykja aftur og það í laumi, mig langaði óskaplega að reykja í morgun en ég stóðst freistinguna með því að kíkja aðeins í Nóakroppsfötuna sem mamma og pabbi komu með. Annars fóru þau í gær og það er skemmst frá því að segja að það er frekar tómlegt á heimilinu í dag og ég veit varla hvað ég á af mér að gera. Síðustu viku höfum við þvælst um nágrennið og skoðað fáeinar búðir og eiginlega er ég búin að fá nóg í bili, ég verð búin að jafna mig þegar næstu gestir koma. Ég ætla samt að fara og skoða skósafn í þessari viku, lái mér hver sem vill.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker