þriðjudagur, júlí 18, 2006

Ykkur finnst ég líklega ömurleg að kvarta yfir hitanum hérna en öllu má nú ofgera. Um kvöldmatarleytið voru 33 gráður og morgundagurinn á víst að verða heitari. Það er erfitt að sofa og athafna sig, utan dyra sem innan, og orðið pungsviti hefur öðlast merkingu í mínum huga. Jæja, ég skal hætta núna og þið megið minna mig á þetta þegar ég kvarta yfir kuldanum í vetur.

Rockstar: Supernova er loksins byrjað hér, fyrsti þátturinn var í gærkvöldi og úrslitin eru núna, þjóðarremban veldur því að ég held með Magna þótt ég hafi svo sem aldrei verið sérlega hrifin af honum og svo finnst mér Dilana alveg mögnuð, Lucas er ömurlega tilgerðarlegur og aðrir hafa ekki vakið athygli mína enn. Ég er spennt að sjá framvinduna.

Fiðrildi eru krípí.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker