sunnudagur, október 29, 2006
fimmtudagur, október 26, 2006
Þetta er án efa frétt dagsins, svo bregðast krosstré og allt það.
Fáir þora að kommenta á myndirnar þar sem enginn veit hvernig bregðast ber við feitum bumbum. Ég skal samt deila því með ykkur að mín er ekki óeðlilega stór, ég er bara svona lítil.
Fyrir áhugasama eru svo nýjar myndir af frumburðinum á síðunni hans og bara svo það sé á hreinu þá á ég flottasta strák í heimi.
Fáir þora að kommenta á myndirnar þar sem enginn veit hvernig bregðast ber við feitum bumbum. Ég skal samt deila því með ykkur að mín er ekki óeðlilega stór, ég er bara svona lítil.
Fyrir áhugasama eru svo nýjar myndir af frumburðinum á síðunni hans og bara svo það sé á hreinu þá á ég flottasta strák í heimi.
miðvikudagur, október 25, 2006
Ekki get ég svikið ykkur fyrst áhuginn er svona afgerandi mikill. Einungis einn svaraði hvorki af eða á, annar svaraði óþarflega oft en þar sem það breytti ekki niðurstöðunum þá kemur það ekki að sök. Einhverjir greiddu atkvæði með því að sjá bumbu eiginmannsins líka en hann er ekki til viðræðu um slíkar kroppasýningar þrátt fyrir að ég hafi notað allan minn sannfæringarkraft.
Hér sést tæplega 30 vikna gömul bumba með frjálsri aðferð.
Hér sést tæplega 30 vikna gömul bumba með frjálsri aðferð.
sunnudagur, október 22, 2006
þriðjudagur, október 17, 2006
Vegna athugasemda í kommentakerfinu vil ég koma á framfæri að væntanlegt barn er sveinbarn samkvæmt tveimur ómskoðunum. Pilturinn dafnar vel og sparkar fullmikið og það stefnir í að ég hætti að kalla hann Salómon og taki upp Jónas þar sem ég er að verða eins og hvalur í laginu. Snillingurinn fær reglulega hlátursköst þegar hann sér bera bumbuna af því að honum finnst ég svo feit! Eins gott að ég hef þykkan skráp.
Þessa dagana er eitthvað að herja á heilsuna, ég hélt í gærmorgun að ég væri að fá hálsbólgu en þegar á leið fattaði ég að þetta er í eyrunum. Hvað á það að þýða að fá í eyrun á gamals aldri?
Þessa dagana er eitthvað að herja á heilsuna, ég hélt í gærmorgun að ég væri að fá hálsbólgu en þegar á leið fattaði ég að þetta er í eyrunum. Hvað á það að þýða að fá í eyrun á gamals aldri?
föstudagur, október 13, 2006
fimmtudagur, október 12, 2006
Ekki veit ég til hvers ég opnaði blogger í dag enda hef ég ekkert að segja þessa stundina. Gestirnir fóru í gær eftir allt of stutt stopp og nú þarf ég að þrauka þar til næsta holl kemur upp úr mánaðarmótum, kannski kemur einn fyrir það en ekkert er ákveðið í þeim efnum ennþá.
Ég er farin að hlakka til jólanna enda ærin ástæða til, mamma, pabbi og "litli" bróðir eru búin að bóka flug og ætla að vera hjá okkur, ég er aðeins byrjuð að kaupa gjafir og stefni að því að klára það fyrir miðjan nóvember þar sem skrokkurinn er aðeins farinn að mótmæla miklu labbi og burði og ég er staðráðin í að halda krakkanum inni þar til í byrjun janúar. Verst þykir mér samt að missa af laufabrauðsskurðinum og treysti á að þið í genginu skerið út stafina okkar og fáein jólaherðatré.
Er maður eitthvað klikk? Það var tuttugu gráðu hiti hér í gær og ég er að velta mér upp úr jólunum.
Ég er farin að hlakka til jólanna enda ærin ástæða til, mamma, pabbi og "litli" bróðir eru búin að bóka flug og ætla að vera hjá okkur, ég er aðeins byrjuð að kaupa gjafir og stefni að því að klára það fyrir miðjan nóvember þar sem skrokkurinn er aðeins farinn að mótmæla miklu labbi og burði og ég er staðráðin í að halda krakkanum inni þar til í byrjun janúar. Verst þykir mér samt að missa af laufabrauðsskurðinum og treysti á að þið í genginu skerið út stafina okkar og fáein jólaherðatré.
Er maður eitthvað klikk? Það var tuttugu gráðu hiti hér í gær og ég er að velta mér upp úr jólunum.
þriðjudagur, október 10, 2006
Í gær birtust góðir gestir á þröskuldinum hjá mér, Kaffikella og Blinky eru mætt, búin að versla af sér rassgatið í Lundúnaborg og komin til að hvíla sig í sveitasælunni hjá mér. Snillingurinn var súr yfir að yngsta afkvæmi þeirra hjóna er ekki með í för en brúnin léttist þó fljótt á mínum manni því að Blinky hefur alveg jafn gaman að ps2 og sonur hans. Heiðurshjónin buðu okkur svo út að borða í gærkvöldi og fyrir valinu varð líklega besti veitingastaður sem ég hef prófað í Englandi, sérstaklega runnu eftirréttirnir ljúflega niður. Í dag er planið að skoða skósafnið fræga og gægjast í búðarglugga. Það er gaman að fá góða gesti.
P.s. ég á í vandræðum með að gera athugasemdir á blog.central síðum svo ég vona að þið móðgist ekki þó ég kommenti aldrei hjá ykkur.
P.s. ég á í vandræðum með að gera athugasemdir á blog.central síðum svo ég vona að þið móðgist ekki þó ég kommenti aldrei hjá ykkur.
mánudagur, október 09, 2006
föstudagur, október 06, 2006
Til eru vefsíður um allan fjárann, m.a. trúleysi. Það er gott og blessað. Bloggari nokkur stakk upp á að gera vefsíðu tileinkaða trú. Það er líka gott og blessað. Best leist mér þó á hugmynd í kommentakerfi bloggarans um þvertrúarvef. Það væri gaman að sjá loks trúarbrögð sameinuð undir einu þaki þar sem þau eiga heima og trúleysingjar þyrftu eins að eiga sinn málsvara þar inni. Mér þætti frábært að sjá svona síðu en kannski gæti hún aldrei orðið annað en trúabragðafræðivefur. Ég er samt bjartsýn og trúi á jafnrétti og bræðralag, sama hvaða trúarhópi við tilheyrum eða ekki, sjálf trúi ég á hvíthærðan kall með sítt skegg sem ég lærði um í bænum bernsku minnar, mér þykir vænt um hann og honum um mig. Ríkisrekin kirkja er hins vegar barn síns tíma og ég yrði ekki sorgmædd þótt tengslin þar á milli yrðu rofin. Guð gaf okkur frjálsan vilja, líka þeim sem ekki trúa og okkur ber öllum að virða það.
Svo ætlast ég til þess að þið lesið öll pistla Önnu Kristjáns frá því í gær, 5. október, engar afsakanir teknar gildar.
Það er alltaf spennandi þegar skáldverk skapa umræðu í þjóðfélaginu eins og hefur sannarlega gerst með Draumalandið hans Andra Snæs. Ég er samt ekki sannfærð um að iðnaðar- og viðskiptaráðherra sé endilega rétti maðurinn til að gagnrýna skáldverk opinberlega, hann kvartar hálfpartinn yfir því að höfundur hafi skoðun á málinu en það er með öllu óréttmætt þar sem Andri skrifar þessa bók ekki sem hlutlaus blaðamaður heldur sem persóna. Ég hvet ferðamenn til að færa mér bókina þar sem ég á reyndar á ég sjálf eftir að lesa hana. Líklega er ég algjör hræsnari núna og því algjörlega óhæf til að gagnrýna Jón Sigurðsson...
mánudagur, október 02, 2006
Fríið búið og grár hversdagsleikinn tekinn við. Ég held að ég hafi sett persónulegt met með því að slasa mig ekkert í þessari ferð og er það vel, í staðinn lá ég á ströndinni, svamlaði í sjónum, borðaði stórkostlegan mat, las, hlustaði á músík og skoðaði sjöl. Á heimleiðinni sat ég við hliðinna á nojaðri breskri kennslukonu á flótta undan spænsku mafíunni, hún var ágæt. Ekkert okkar var tilbúið að koma heim en mikið óskaplega eigum við gott rúm.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)