Enn skánar ástandið, nú eru allir á heimilinu búnir að fá jólaföt og ekkert okkar þarf að óttast köttinn grimma. Mér fannst reyndar óþarfi að eyða fúlgu í föt á sjálfa mig þannig að ég keypti bara fullt af litríku glingri sem ég ætla að skreyta gamlar dulur með, ég verð jólatré! Áður en langt um líður verð ég hreinlega búin að útrýma ósætti úr heiminum.
Í anda jólanna ætla ég að gleðja ykkur enn frekar og bjóða ykkur upp á eftirlætislag okkar Leibbalings í dag. Vesgú!
Smá viðauki:
"Ætlarðu bara að vera með svona hálsmen í einhverjum sjoppulegum fötum?"
Þetta sagði sonurinn þegar ég sýndi honum jólaglingrið mitt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli