Hér er ekki lengur snjór, hann entist ekki nema eina nótt en Leifur náði a.m.k. að sjá hann áður en hann hvarf. Það er vorlykt í loftinu þótt það sé dálítið kalt úti og sú tilfinning að það sé eitthvað glænýtt í vændum, er yfirþyrmandi.
Stóri strákurinn minn er orðinn frískur og nýtur lífsins með vinum sínum, sá litli er sprækur líka og stefnir hraðbyri í áttina að því að líkjast átrúnaðargoðinu, Mitchelin manninum. Reyndar finnst mér ekki eins og ég sé að kynnast nýjum einstaklingi þar sem ég er búin að horfa í þetta andlit síðastliðin tíu ár, a.m.k. neðri hluta þess.
Nú er bloggtíminn liðinn, skyldan kallar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli