Hér eru allir hressir, Emil sefur og nærist til skiptis, Leifur er mjög hrifinn af þeim stutta, Þór er kominn í frí með brosið frosið á andlitinu og ég er öll að braggast þótt ég eigi líklega eftir að sofa dálítið á næstunni. Nágrannar okkar hafa ættleitt okkur, færa okkur gjafir, senda okkur mat, passa Leif og gera allt til að létta okkur lífið, dásamlegt fólk. Jólaskrautið er enn uppi en við hljótum að finna tíma fljótlega til að taka það niður. Ef við megum vera að því að taka okkur hlé frá því að dást að snáðanum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli