mánudagur, febrúar 26, 2007

Eiginmaðurinn er loksins kominn heim og verður vonandi við í fáeina daga, mér leiðist grasekkjulífið og strákarnir eru guðslifandi fegnir að geta kvabbað í einhverjum öðrum en mömmunni sem er hvort eð er löngu hætt að hlusta á þá.

Það lítur út fyrir að litli snáðinn ætli að verða nískur á brosin, hann er orðinn sjö vikna gamall og hefur bara einu sinni brosað í alvöru til mín, hann er líklega hundleiður á þessu stanslausa brosbetli og harðákveðinn í að halda brosinu fyrir sjálfan sig um sinn, mér finnst þetta frekar fúlt og er að hugsa um að teikna bros á andlitið á barninu. Sá hlær best sem síðast hlær... eða eitthvað.

Annars er stórra tíðinda að vænta í vikunni en fyrst um sinn eru þau leyndó.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker