fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Málalok urðu semsagt þau að klámráðstefnan var slegin af. Ég get ekki sagt að ég syrgi það og mér finnst viðleitni eigenda Hótels Sögu virðingarverð, ég á ekki von á að hótelið hefði orðið af miklum viðskiptum þótt það hefði tekið á móti hópnum svo að ákvörðunin en enn merkilegri og manneskjulegri fyrir vikið. Mér finnst gott að vita til þess að enn er til fólk sem hefur snefil af sjálfsvirðingu og lætur hana ganga fyrir gróða. Andmælendum mínum vil ég benda á að enginn hefur bannað hópnum að koma til Íslands, nóg er af hótelherbergjum í borginni og pottþétt að einhver gróðapungurinn hefði hýst liðið.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker