föstudagur, apríl 27, 2007
Hvert eiga tvær glamúrpíur að fara
út að borða í Lundúnum? Meðalfínt en góður matur, ekki indverskur, síður sushi. Endilega tjáið ykkur.
miðvikudagur, apríl 25, 2007
Raupbloggari?
Ég er líklega að breytast í svoleiðis. Ég læt montið vera í dag enda er úr mér allt loft. Bókstaflega.
Sendi ykkur kveðju með uppáhalds dópistanum okkar allra.
Sendi ykkur kveðju með uppáhalds dópistanum okkar allra.
föstudagur, apríl 20, 2007
fimmtudagur, apríl 19, 2007
þriðjudagur, apríl 17, 2007
sunnudagur, apríl 15, 2007
Á ég?
Mig langar rosalega að segja ykkur frá veðrinu hérna en það er kannski ósanngjarnt gagnvart þeim ykkar sem sitjið á baðstofuloftinu og yljið ykkur við upplestur úr Saltaranum.
föstudagur, apríl 13, 2007
Dangerous girl, I'm yearning for your love
Við erum ekkert að grínast með framlag Svisslendinga í Júró, misheppnuð útgáfa af Mogo Jacket.
Kvenleg fíkn
Eftir að ég hætti að reykja heltók mig ný fíkn, ég hafði reyndar snert af henni áður en nú hefur hún færst allsvakalega í aukana. Til allrar lukku er hún mun ódýrari en tóbaksbölið enda læt ég ekki undan henni daglega. Fræðilegt heiti fíknarinnar er töskuogskókaupussýkius og hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að hún er jafn algeng og tóbaksfíknin. Nýjasta freistingin sem ég féll fyrir kom í hús í dag og má sjá hana á myndinni hér til hliðar. Það besta við hana er að hún kostaði minna en sem svarar einum sígarettupakka. Ég er hrædd um að ég verði að leita mér lækninga þegar ég flyt heim því líklega verður það mér dýrkeypt annars.
Mikki vefur
Mér til mikillar gleði er honum Mikka mínum batnað, ég get þá byrjað að fara bloggrúntinn aftur. Einhverra hluta vegna nennti ég sjaldan að gera það svona handvirkt ef þið skiljið hvað ég á við.
Kannski ég reyni þá að laga þá tengla sem enn eru með gömul heimilisföng, þið skiljið eftir komment ef ég gleymi einhverju ykkar.
Kannski ég reyni þá að laga þá tengla sem enn eru með gömul heimilisföng, þið skiljið eftir komment ef ég gleymi einhverju ykkar.
miðvikudagur, apríl 11, 2007
Komin heim!
Mér fannst æðislegt að fara til Íslands, hitta vini og ættingja, borða lambakjöt, fisk og páskaegg, drekka rauðvínstár, monta mig af strákunum mínum og horfa á þá dafna. Mér fannst kuldinn minna æðislegur, sérstaklega í morgun. Mér mistókst líka að starta ferli sem brennuvargur en ég veit hins vegar núna hvernig steikt brjóstapumpa og snuð líta út og lykta, það er lærdómur sem ég hefði alveg getað verið án.
Þegar við stigum út úr flugstöðinni hér í Englandi fannst mér ég vera komin heim.
Þegar við stigum út úr flugstöðinni hér í Englandi fannst mér ég vera komin heim.
fimmtudagur, apríl 05, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)