laugardagur, nóvember 15, 2003

Ég er að horfa á endursýningu á Fólki með Sirrý. Venjulega nenni ég ekki að horfa á þessa þætti en ég ákvað að sjá þennan vegna umræðu sem hefur skapast um Lindu Pé í kjölfarið. Einhverra hluta vegna fannst mér hún alltaf heimsk og spillt ljóska (þrátt fyrir velgengni baðhússins) en ég játa það að ég get verið ótrúlega fljót að dæma fólk og að sama skapi lengi að skipta um skoðun. Ég sé hana í allt öðru ljósi núna og held með henni, um leið og ég skammast mín.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker