mánudagur, nóvember 17, 2003

Nýjasta æðið í bloggheimum er að blogga um draumana sína. Þið sem þekkið mig vel vitið að draumarnir mínir eru oftast svo stórfenglegir að það væri synd að sóa þeim á bloggið (þeir eiga heldur heima í skáldsögu), nema hvað að í nótt dreymdi mig um bloggið mitt svo að ég má til með að segja ykkur aðeins frá því.

Mig dreymdi að ég bloggaði um sokka. Já ég sagði sokka! Alls konar sokkamyndir prýddu síðuna mína og var þeim reglulega skipt út fyrir nýjar, en það þarf varla að taka það fram að ég tók allar myndirnar sjálf og var orðin vel þekkt fyrir listræna hæfileika.

Mín túlkun á draumnum er sú að ég skammast mín fyrir að hafa ekki verið nógu dugleg að blogga. Sokkarnir komu til af því að ég horfði á Family guy í gærkvöldi. Í þættinum var hið alkunna sokkahvarf í þvotti tekið fyrir. Fjölskyldufaðirinn skreið inn í þurkarann til að leita af sér allan grun en hafnaði þá inni í töfralandinu Narníu. Þar tók á móti honum fánninn sem Lucy hitti og hélt hann á týnda sokknum. Mér fannst þetta ógeðslega hroðbjóðslega fyndið atriði.

Ég er að hugsa um að breyta nafninu á blogginu mínu í sokkablogg.

Þið eruð þónokkuð flink.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker