mánudagur, september 20, 2004

Okei, enginn giskaði eftir síðustu vísbendingu og því nokkuð ljóst að það nennir ekki nokkur kjaftur að lesa þetta bull mitt. Ágætt, þá get ég látið allt flakka án þess að hafa áhyggjur af því að særa nokkurn mann. Vandamálið er bara hvað ég á að gera við þetta nýfengna frelsi. Á ég að ausa svívirðingum yfir allt og alla eða láta mína leyndustu drauma flakka? Á ég að gera bæði? Eða hvorugt? Ég er að spá í að byrja nýja lífið mitt á að játa svolítið fyrir sjálfri mér: Ég er sjónvarpssjúklingur. Ég byrja að horfa eftir fréttir og stend helst ekki upp fyrr en dagskrá lýkur. Ekki nóg með það heldur er ég netfíkill líka. Mér leið bölvanlega fyrir framan sjónvarpið í síðustu viku vegna þess að ég gat ekki vafrað um netið í auglýsingahléum og yfir óspennandi atriðum. Ætli sé til einhver lækning við þessu?

2 ummæli:

hulda sagði...

Hah, ég er svona líka...lofa sjálfri mér að fara snemma að sofa en átta mig svo um tólf að ég er búin að sjá þáttinn sem ég er að horfa á...

theddag sagði...

Ég les bloggið þitt ;) Satt að segja hef ég ekki getað lesið bloggið hjá neinum undanfarið :s

 
eXTReMe Tracker