Getraun
Hver söng svo átakanlega til Nataníels og hvernig endaði hann/hún ævina?
þriðjudagur, nóvember 30, 2004
mánudagur, nóvember 29, 2004
Eins og sjá má þá setti ég myndaforritið upp aftur. OOHH ég er svo mikið tæknitröll en nóg um það. Til gamans setti ég inn myndir af aðventukrönsum og þið getið smellt á þær til að sjá stærri versjónir. Krans ársins er eingöngu gerður úr dóti sem var til á heimilinu og ætli ég sé ekki algjörlega búin að bæta fyrir undangengna bloggþurrð.
sunnudagur, nóvember 28, 2004
Það er víst býsna langt síðan síðast, óskaplega líður tíminn hratt, ég tók hreinlega ekki eftir þessu! Í millitíðinni hef ég haldið mínum daglega bloggrúnti og gert athugasemdir hér og þar eins og ég er vön. Síðasta föstudagskvöld hneykslaðist ég óskaplega yfir bloggara nokkrum sem hafði ekkert ritað þann daginn en er annars ákaflega duglegur. Hvað haldiði að hann hafi gert? Jú, mikið rétt, hann gaf mér einn á kjammann! (eða svona allt að því) Og auðvitað átti ég það skilið. Með tár í augum og grátstaf í kverkum biðst ég hér með afsökunar.
Mér finnst nóvember oft frekar erfiður mánuður, það er mánuðurinn sem ég get ekki lesið blöð, horft á sjónvarp eða hlustað á útvarp vegna endalauss jóla/kaupmanna áróðurs, ég tala nú ekki um að stíga fæti inn í verslunargötur eða þaðan af verra. Ég er svoleiðis að ég missi mig í jólaskapið um leið og síbyljan hefst en þá er það líka horfið tveimur vikum fyrir jól, af þeim sökum reyni ég að útiloka hana þar til ég er tilbúin. Mér finnst passlegt að byrja jólaundirbúning fyrsta sunnudag í aðventu, ég hef t.d. aldrei verið búin að búa til aðventukransinn fyrir þann dag, stundum hefur það jafnvel beðið til annars sunnudags aðventunnar. Rétt í þessu lagði ég lokahönd á krans þessa árs og ó boj ó boj! Ég er ekki enn búin að gera það upp við mig hvort mér þyki hann ótrúlega flottur eða viðbjóðslega hallærislegur en hann er í það minnsta alveg einstakur. Verst að ég var búin að taka út myndaforritið því það pirraði mig svo óskaplega. Jæja, kannski reyni ég að hrúga því upp aftur. Nú er a.m.k. svo komið að jólaskapið hefur mig í heljargreipum og ég hef ekki hugmynd um hvar þetta endar, laufabrauð og föndur um næstu helgi og ég veit ekki hvað og hvað. Vá hvað er hægt að þvaðra mikið um lítið!
Mér finnst nóvember oft frekar erfiður mánuður, það er mánuðurinn sem ég get ekki lesið blöð, horft á sjónvarp eða hlustað á útvarp vegna endalauss jóla/kaupmanna áróðurs, ég tala nú ekki um að stíga fæti inn í verslunargötur eða þaðan af verra. Ég er svoleiðis að ég missi mig í jólaskapið um leið og síbyljan hefst en þá er það líka horfið tveimur vikum fyrir jól, af þeim sökum reyni ég að útiloka hana þar til ég er tilbúin. Mér finnst passlegt að byrja jólaundirbúning fyrsta sunnudag í aðventu, ég hef t.d. aldrei verið búin að búa til aðventukransinn fyrir þann dag, stundum hefur það jafnvel beðið til annars sunnudags aðventunnar. Rétt í þessu lagði ég lokahönd á krans þessa árs og ó boj ó boj! Ég er ekki enn búin að gera það upp við mig hvort mér þyki hann ótrúlega flottur eða viðbjóðslega hallærislegur en hann er í það minnsta alveg einstakur. Verst að ég var búin að taka út myndaforritið því það pirraði mig svo óskaplega. Jæja, kannski reyni ég að hrúga því upp aftur. Nú er a.m.k. svo komið að jólaskapið hefur mig í heljargreipum og ég hef ekki hugmynd um hvar þetta endar, laufabrauð og föndur um næstu helgi og ég veit ekki hvað og hvað. Vá hvað er hægt að þvaðra mikið um lítið!
mánudagur, nóvember 15, 2004
Ég er fullgildur meðlimur í saumaklúbbnum Saumað á ská. Við saumum ekki neitt en borðum þeim mun meira þegar við hittumst. Þar sem við eigum allar þrítugsafmæli á árinu ákváðum við að vera flottar á því og fara grand út að borða síðastliðið föstudagskvöld. Fyrir valinu varð Argentína steikhús, ekki síst vegna þessa afmælismatseðils:
Snöggsteikt risahörpuskel á fennel Risotto með epla og vermút froðu
Nauta Carpaccio með ólífuolíu, sítrónu og parmesan
Grilluð nautalund 200 gr. með bakaðri kartöflu og litríku salati
Heit Valrhona súkkulaðiterta með blautum kjarna borin fram með ís (vinsælasti eftirréttur hússins síðan 1997)
Boðið var upp á sérvalin vín með réttunum og þau voru mjög viðeigandi og magnið hæfilegt. Risottoið var það besta sem ég hef smakkað, hingað til hef ég bara fengið ofsoðin, klesst hrísgrjón með bragði. Carpaccioið og súkkulaðitertan stóðust fyllilega væntingar en það sama var ekki að segja um nautalundina. Þrátt fyrir að vera bragðgott og passlega mikið eldað þá var þetta bara ekki lund frekar en ég. Sjálf hef ég nokkuð oft matreitt lund og borðað hana annars staðar og ég tel mig vita hvernig hún lítur út og hvernig hún er undir tönn. Kjötið var svo sem ekki ólseigt en hafi þetta verið lund þá hefur nautið verið alvarlega fatlað og hundgamalt. Ég hefði alveg keypt þetta kjöt undir réttu nafni en ég kann bara alls ekki við að láta ljúga svona að mér og ætla þess vegna aldrei aftur á Argentínu.
Eftir máltíðina lá leið okkar á Ölstofuna. Ágústi finnst ég ungleg og dyraverðirnir voru greinilega á sama máli því að þeir spurðu okkur allar um skilríki. Aldurstakmarkið er 22 ár. Þið getið ímyndað ykkur fagnaðarlætin sem brutust út í hópi þrítugra kvenna, ég fór m.a.s. aftur út til að geta upplifað gleðina tvisvar. Eftir að hafa þrefað við ljótan og leiðinlegan mann um hvort við hefðum stolið frakkanum hans, gáfust þrjár upp en það var sko í lagið því að við Dísin vorum svo ógeðslega fyndnar og skemmtilegar bara tvær. Við sáum marga kynlega kvisti í dúnúlpum og loðfeldum og fengum alla þá athygli sem við kærðum okkur um. Við héldum það út til að verða fimm, eða þangað til enn ógeðslegri og leiðinlegri maður sýndi Dísinni þvílíkan ruddaskap að henni var nóg boðið. Skamm viðbjóðurinn þinn! Haltu þig heima hjá þér eða við brennimerkjum þig!
Snöggsteikt risahörpuskel á fennel Risotto með epla og vermút froðu
Nauta Carpaccio með ólífuolíu, sítrónu og parmesan
Grilluð nautalund 200 gr. með bakaðri kartöflu og litríku salati
Heit Valrhona súkkulaðiterta með blautum kjarna borin fram með ís (vinsælasti eftirréttur hússins síðan 1997)
Boðið var upp á sérvalin vín með réttunum og þau voru mjög viðeigandi og magnið hæfilegt. Risottoið var það besta sem ég hef smakkað, hingað til hef ég bara fengið ofsoðin, klesst hrísgrjón með bragði. Carpaccioið og súkkulaðitertan stóðust fyllilega væntingar en það sama var ekki að segja um nautalundina. Þrátt fyrir að vera bragðgott og passlega mikið eldað þá var þetta bara ekki lund frekar en ég. Sjálf hef ég nokkuð oft matreitt lund og borðað hana annars staðar og ég tel mig vita hvernig hún lítur út og hvernig hún er undir tönn. Kjötið var svo sem ekki ólseigt en hafi þetta verið lund þá hefur nautið verið alvarlega fatlað og hundgamalt. Ég hefði alveg keypt þetta kjöt undir réttu nafni en ég kann bara alls ekki við að láta ljúga svona að mér og ætla þess vegna aldrei aftur á Argentínu.
Eftir máltíðina lá leið okkar á Ölstofuna. Ágústi finnst ég ungleg og dyraverðirnir voru greinilega á sama máli því að þeir spurðu okkur allar um skilríki. Aldurstakmarkið er 22 ár. Þið getið ímyndað ykkur fagnaðarlætin sem brutust út í hópi þrítugra kvenna, ég fór m.a.s. aftur út til að geta upplifað gleðina tvisvar. Eftir að hafa þrefað við ljótan og leiðinlegan mann um hvort við hefðum stolið frakkanum hans, gáfust þrjár upp en það var sko í lagið því að við Dísin vorum svo ógeðslega fyndnar og skemmtilegar bara tvær. Við sáum marga kynlega kvisti í dúnúlpum og loðfeldum og fengum alla þá athygli sem við kærðum okkur um. Við héldum það út til að verða fimm, eða þangað til enn ógeðslegri og leiðinlegri maður sýndi Dísinni þvílíkan ruddaskap að henni var nóg boðið. Skamm viðbjóðurinn þinn! Haltu þig heima hjá þér eða við brennimerkjum þig!
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
Ég er búin að skrifa undir þessa áskorun til alþingismanna og hvet ykkur öll til þess að gera slíkt hið sama.
mánudagur, nóvember 08, 2004
Ég kíki oft á síðuna þína, Ljúfa. Hvernig stendur á myndinni af þér, hún lítur út fyrir að vera af barni. Er hún svona gömul?
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þessa kveðju fékk ég í kommentakerfi Pez karlsins og ég held að ég verði bara svei mér þá að svara henni.
Myndin er ekkert mjög gömul, ég er bara svona ungleg. Hún var tekin í ágúst fyrir rúmu ári en þá var ég 29 ára gömul. Vinkonur mínar dressuðu mig upp í illa lyktandi, bleikan krumpugalla og gula plastslá. Þær máluðu bláan eld á andlit mitt og settu bleika tjullspöng í hárið á mér. Svo fórum við og vottuðum samkynhneigðum Íslendingum virðingu okkar og ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að ferðast og fagna með akureyrskum hommum og lesbíum og ekki nóg með það heldur björguðu þau hreinlega lífi mínu þegar ég var nærri dottin aftur fyrir mig af vagninum þeirra. Ég skemmti mér konunglega og var mjög þakklát fyrir að fá að taka beinan þátt í Gay Pride. Mannréttindi eru ekki einkamál gagnkynhneigðra og hana nú! Viku síðar var ég gift kona.
P.S. Löngu orðið tímabært að Ágúst fái hlekk enda lengi búinn að vera í uppáhalds.
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þessa kveðju fékk ég í kommentakerfi Pez karlsins og ég held að ég verði bara svei mér þá að svara henni.
Myndin er ekkert mjög gömul, ég er bara svona ungleg. Hún var tekin í ágúst fyrir rúmu ári en þá var ég 29 ára gömul. Vinkonur mínar dressuðu mig upp í illa lyktandi, bleikan krumpugalla og gula plastslá. Þær máluðu bláan eld á andlit mitt og settu bleika tjullspöng í hárið á mér. Svo fórum við og vottuðum samkynhneigðum Íslendingum virðingu okkar og ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að ferðast og fagna með akureyrskum hommum og lesbíum og ekki nóg með það heldur björguðu þau hreinlega lífi mínu þegar ég var nærri dottin aftur fyrir mig af vagninum þeirra. Ég skemmti mér konunglega og var mjög þakklát fyrir að fá að taka beinan þátt í Gay Pride. Mannréttindi eru ekki einkamál gagnkynhneigðra og hana nú! Viku síðar var ég gift kona.
P.S. Löngu orðið tímabært að Ágúst fái hlekk enda lengi búinn að vera í uppáhalds.
föstudagur, nóvember 05, 2004
Þessi listi gengur ljósum logum á netinu núna, svona eins og hundrað atriða listinn forðum, en svona er ég:
1) ever had a song written about you? já, það heitir Midsummers Eve og var samið af ástsjúkum norsara
2)what song makes you cry? Last kiss í flutningi Pearl Jam. guð hvað Eddie Vedder er snjall
3) what song makes you happy? – I want to break free
4)
height - 158
hair color – skol, einn grár lokkur síðan ég meiddi mig í hausnum sem krakki
eye color - grænn
piercings – í eyrum en það er nú eiginlega gróið yfir þau
tattoos - nei
what are you wearing? svörtum langermabol og rifnum heimabuxum
what song are you listening to? – ekkert núna en var að hlusta á Walking after you rétt áðan
taste is in your mouth? - bjór
whats the weather like? – skítvont
how are you? – býsna góð, þakka þér
get motion sickness? –stundum þegar ég er farþegi í bíl
have a bad habit? – hvers konar spurning er þetta eiginlega?
get along with your parents? – já
like to drive? – já, í björtu
boyfriend – nei, bara eiginmaður
girlfriend – já, í vissum skilningi orðsins
children? – já, eitt stykki
had a hard time getting over somone? – já, ætli það ekki
been hurt? – ég endurtek: hvers konar spurning er þetta?
your greatest regret? – það er mitt mál
your cd player has in it right now? – ónýtt drasl
if you were a crayon what color would you be? - grænn
what makes you happy? – að sjá einlæga gleði í andliti sonar míns
whats the next cd you're gonna get? – væri til í Lorettu Lynn
seven things in your room? – bækur, fartölvur, málverk, api, hundur, ljósmyndir, handáburður
seven things to do before you die... – Klára helvítis **********, binda endi á öll stríð, fara á Prince tónleika, heimsækja Machu Picchu, lesa milljón bækur, eignast hund og kannski eitt barn í viðbót
top seven things you say the most... – já, nei, Leifur, Þór, nenniru, viltu, sofa
do you...
smoke? – já
do drugs? - nei
pray? – mjög sjaldan
have a job? – já
attend church? – bara þegar sérstakar athafnir fara fram
have you ever...
been in love? - já
had a medical emergency? Já, við getum orðað það þannig að móðir mín þekkti alla á slysó á Akureyri með nafni
had surgery? – fjórum sinnum
swam in the dark? – já maður
been to a bonfire? - já
got drunk? – já
ran away from home? – komst ekki lengra en út á tröppur
played strip poker? – nei, ég held ekki
gotten beat up? – Mallorca ´93
beaten someone up?- ég minnnist þess nú ekki
been onstage? - já og það var BARA gaman
pulled an all nighter? - já
been on radio or tv? – já, ég las Dísu og Skoppu í útvarp Norðurlands snemma á áttunda áratugnum
been in a mosh pit? – mosh hvað?
do you have any gay or lesbian friends? – ekki beint vini, meira svona kunningja. nema ég sé að missa af einhverju
describe your...
first kiss – hlöðuball í Dynheimum. 14 ára
wallet – svart lyklaveski frá Lýsingu
coffee – celebes (eða hvað það heitir) frá Kaffitári er uppáhalds
shoes – mjúkur sóli, lágir eða flatbotna
cologne – sjaldan
in the last 24 hours you have...
cried - nei
bought anything – nei
gotten sick – nei
sang - nei
been kissed – já
felt stupid – nei, hvers vegna í ósköpunum
talked to an ex - nei
talked to someone you have a crush on - já
missed someone – nei
hugged someone – já
1) ever had a song written about you? já, það heitir Midsummers Eve og var samið af ástsjúkum norsara
2)what song makes you cry? Last kiss í flutningi Pearl Jam. guð hvað Eddie Vedder er snjall
3) what song makes you happy? – I want to break free
4)
height - 158
hair color – skol, einn grár lokkur síðan ég meiddi mig í hausnum sem krakki
eye color - grænn
piercings – í eyrum en það er nú eiginlega gróið yfir þau
tattoos - nei
what are you wearing? svörtum langermabol og rifnum heimabuxum
what song are you listening to? – ekkert núna en var að hlusta á Walking after you rétt áðan
taste is in your mouth? - bjór
whats the weather like? – skítvont
how are you? – býsna góð, þakka þér
get motion sickness? –stundum þegar ég er farþegi í bíl
have a bad habit? – hvers konar spurning er þetta eiginlega?
get along with your parents? – já
like to drive? – já, í björtu
boyfriend – nei, bara eiginmaður
girlfriend – já, í vissum skilningi orðsins
children? – já, eitt stykki
had a hard time getting over somone? – já, ætli það ekki
been hurt? – ég endurtek: hvers konar spurning er þetta?
your greatest regret? – það er mitt mál
your cd player has in it right now? – ónýtt drasl
if you were a crayon what color would you be? - grænn
what makes you happy? – að sjá einlæga gleði í andliti sonar míns
whats the next cd you're gonna get? – væri til í Lorettu Lynn
seven things in your room? – bækur, fartölvur, málverk, api, hundur, ljósmyndir, handáburður
seven things to do before you die... – Klára helvítis **********, binda endi á öll stríð, fara á Prince tónleika, heimsækja Machu Picchu, lesa milljón bækur, eignast hund og kannski eitt barn í viðbót
top seven things you say the most... – já, nei, Leifur, Þór, nenniru, viltu, sofa
do you...
smoke? – já
do drugs? - nei
pray? – mjög sjaldan
have a job? – já
attend church? – bara þegar sérstakar athafnir fara fram
have you ever...
been in love? - já
had a medical emergency? Já, við getum orðað það þannig að móðir mín þekkti alla á slysó á Akureyri með nafni
had surgery? – fjórum sinnum
swam in the dark? – já maður
been to a bonfire? - já
got drunk? – já
ran away from home? – komst ekki lengra en út á tröppur
played strip poker? – nei, ég held ekki
gotten beat up? – Mallorca ´93
beaten someone up?- ég minnnist þess nú ekki
been onstage? - já og það var BARA gaman
pulled an all nighter? - já
been on radio or tv? – já, ég las Dísu og Skoppu í útvarp Norðurlands snemma á áttunda áratugnum
been in a mosh pit? – mosh hvað?
do you have any gay or lesbian friends? – ekki beint vini, meira svona kunningja. nema ég sé að missa af einhverju
describe your...
first kiss – hlöðuball í Dynheimum. 14 ára
wallet – svart lyklaveski frá Lýsingu
coffee – celebes (eða hvað það heitir) frá Kaffitári er uppáhalds
shoes – mjúkur sóli, lágir eða flatbotna
cologne – sjaldan
in the last 24 hours you have...
cried - nei
bought anything – nei
gotten sick – nei
sang - nei
been kissed – já
felt stupid – nei, hvers vegna í ósköpunum
talked to an ex - nei
talked to someone you have a crush on - já
missed someone – nei
hugged someone – já
Mér finnst gaman að leika mér að "next blog" hnappinum. Í dag gerði ég stutta athugasemd við blogg bláókunnugs útlendings, eiginlega var þetta hrós. Ég kíkti aftur á síðuna áðan til að athuga hvort hann hefði eitthvað við mína athugasemd að athuga. Hann hafði það svo sannarlega. Það var búið að endurskrifa athugasemdina mína allrækilega, taka út setningu og bæta inn stafsetningavillum og málvillum. Ég á ekki til eitt einasta orð! Það eina sem mér dettur í hug er samsæri!
miðvikudagur, nóvember 03, 2004
Nú keppast menn við að lýsa vonbrigðum eða ánægju með nýjustu tölur í Bandaríkjunum. Ég tala sjaldan um dægurmál á blogginu mínu þó að ég fylgist svo sannarlega með þeim. Einhverra hluta vegna er mér bara ekki vel við það, sérstaklega þar sem skoðanir mínar eru ekki alltaf vel ígrundaðar, ég nota líklega hjartað meira en hausinn og á kannski ekki alltaf innistæðu fyrir skoðunum mínum. Ef ég væri í pólitík væri ég líklega Kolla Halldórs, hún er góð og greind kona en hugsar oft of mikið með hjartanu en ég heillast einmitt af svoleiðis stjórnmálamönnum, fólki sem verður í alvörunni reitt vegna þess að því finnst farið illa með menn eða málefni. Bara í þetta eina skipti ætla ég að segja frá því að ég vil að allir fái mannsæmandi laun, jafnan rétt til menntunnar og heilsugæslu og jafnrétti kynjanna. Ég er svo sem ekki alveg viss hvort Kerry er betri kostur en Bush en sá fyrrnefndi virðist hafa mildari afstöðu til hitamála eins og Íraksstríðsin og samkynhneigðar og þess vegna er ég súr yfir líklegum sigri barnamorðingjans í Hvíta húsinu.
Lifi byltingin!
Lifi byltingin!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)