Enn einu sinni er kominn tími til að kveðja liðið ár. Í þetta skipti hefur árið verið býsna viðburðaríkt og hér eru mínir persónulegu hápunktar
Ný vinna
Hlaupabóla
Nýtt baðherbergi
Þunglyndi
ADSL
Sögulegar sættir
Jöklaferðir og skíðadrottningar
Nostalgíukast á Sigló
Landsbyggðarflakk
Soðinn kartöfluís
Ragnhildur
Húsafellsveikin
Gönguferðir
Dúkauppreisnin á Alþingi
Júbbíleum
Pokahlaup
Afmælisfögnuður í tjaldi
Helvítis blíðan
Fjölskylduútilega
Sína frænka
Ilmvatnslykt úr rassi
Vonbrigði á Argentínu
Vöðvabólga
Góð ráð
Nudd
Jólagjöf eiginmannsins
Hálfgert heilsuleysi sökum spennufalls
Það sem stendur þó helst upp úr er allt góða fólkið sem ég kynntist á flakkinu um landið og eins samskipti við fjölskyldu og vini. Öll bönd hafa verið treyst þótt áframhaldandi vinnu sé þörf. Það má segja að árið 2004 hafi verið ár vináttu og væntumþykju, ekki slæmt það!
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir að nenna að vera með mér hérna árið 2004.
Árný
miðvikudagur, desember 29, 2004
fimmtudagur, desember 23, 2004
Búin að kaupa öndina og allt hitt, þá eru bara gólfin eftir. Ég á reyndar eftir að pakka inn gjöfum til tveggja mikilvægustu mannanna í lífi mínu en það er bara partur af köku. Ég er líka orðin mjög spennt að fá að opna jólapakkan sem sonur minn útbjó á leikskólanum. Ætli ég nenni nokkuð að blogga meira fyrr en í næstu viku svo að ég segi bara
Gleðileg jól kæru (les)endur.
Gleðileg jól kæru (les)endur.
Hæ þið!
Ég átti í ægilegri krísu í dag með jólagjöf handa eiginmanninum, krísan sú er nú úr sögunni því að ég á yndislega bræður. Nú er ég bara að sigla inn í jólaskapið enda er allt að verða tilbúið. Það eina sem á eftir að gera er að versla í matinn og fara yfir gólfin. Þetta verður vonandi búið fyrir miðjan dag á morgun og þá er sko hægt að slaka á og dunda sér við að henda upp jólaskrauti þar sem auðir blettir finnast.
Í gær notaði ég loks nuddtímann sem góðar gellur gáfu mér í afmælisgjöf og af þeim sökum er ég einstaklega afslöppuð og sæt fyrir þessi jól.
Við býttuðum á gamla sjónvarpinu og dvd spilara um daginn, Beetlejuice er fyrsta myndin sem ég keypti á svoleiðis formi og er hún nú í prufukeyrslu enda hefur eiginmaðurinn heittelskaði ekki séð hana fyrr.
Bless í bili.
Ég átti í ægilegri krísu í dag með jólagjöf handa eiginmanninum, krísan sú er nú úr sögunni því að ég á yndislega bræður. Nú er ég bara að sigla inn í jólaskapið enda er allt að verða tilbúið. Það eina sem á eftir að gera er að versla í matinn og fara yfir gólfin. Þetta verður vonandi búið fyrir miðjan dag á morgun og þá er sko hægt að slaka á og dunda sér við að henda upp jólaskrauti þar sem auðir blettir finnast.
Í gær notaði ég loks nuddtímann sem góðar gellur gáfu mér í afmælisgjöf og af þeim sökum er ég einstaklega afslöppuð og sæt fyrir þessi jól.
Við býttuðum á gamla sjónvarpinu og dvd spilara um daginn, Beetlejuice er fyrsta myndin sem ég keypti á svoleiðis formi og er hún nú í prufukeyrslu enda hefur eiginmaðurinn heittelskaði ekki séð hana fyrr.
Bless í bili.
föstudagur, desember 17, 2004
Arnbjörg Sveinsdóttir, Árni Magnússon, Árni M. Mathiesen, Birgir Ármannsson, Birkir J. Jónsson, Bjarni Benediktsson, Björn Bjarnason, Dagný Jónsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Einar K. Guðfinnsson, Guðjón Hjörleifsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Hallvarðsson, Guðni Ágústsson, Guðrún Inga Ingólfsdóttir, Gunnar Birgisson, Halldór Blöndal, Hjálmar Árnason, Jón Kristjánsson, Jónína Bjartmarz, Kjartan Ólafsson, Kristinn H. Gunnarsson, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Magnús Stefánsson, Páll Magnússon, Pétur H. Blöndal, Sigríður A. Þórðardóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Sturla Böðvarsson, Valgerður Sverrisdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir.
Ætlið þið að kjósa þessa fasista aftur?
Ætlið þið að kjósa þessa fasista aftur?
fimmtudagur, desember 16, 2004
Í dag er merkisdagur í fjölskyldunni minni.
Fyrir 37 árum gengu foreldrar mínir í heilagt hjónaband og notuðu um leið tækifærið til að láta skíra stóra bróður.
Á tíu ára brúðkaupsafmælinu fæddist svo "litli" bróðir og mér reiknast til að hann sé þá 27 ára í dag.
Til hamingju með daginn, mér þykir óskaplega vænt um ykkur öll!
Fyrir 37 árum gengu foreldrar mínir í heilagt hjónaband og notuðu um leið tækifærið til að láta skíra stóra bróður.
Á tíu ára brúðkaupsafmælinu fæddist svo "litli" bróðir og mér reiknast til að hann sé þá 27 ára í dag.
Til hamingju með daginn, mér þykir óskaplega vænt um ykkur öll!
laugardagur, desember 11, 2004
Hildigunnur er sigurvegari getraunarinnar. Það var Beth sem söng svo átakanlega til eiginmannsins Nataníels þegar hann var í þann mund að missa trúna á mannkynið. Beth dó þegar marsbúadrasl (þið megið gjarnan finna gott orð yfir cylinder sem inniheldur marsbúa og þeirra dót) lenti á húsinu sem þau höfðu leitað skjóls í.
Þetta er að sjálfsögðu úr tónverkinu sem byggt er á sögu H. G. Wells, The war of the worlds. Ég hef aldrei lesið sjálfa söguna en myndasöguna las ég oft á mínum yngri árum. Ég var fimmtán ára þegar ég uppgötvaði fyrir alvöru tónverkið þar sem Richard Burton, Julie Covington, David Essex og Phil Lynott fara meðal annarra á kostum. Frændi minn lánaði mér plötuna og ég spilaði hana nánast í gegn á gömlu Schneider fermingagræjunum. Átján ára fann ég geisladiskinn á markaði og að sjálfsögðu keypti ég þá, þrátt fyrir að ekki væri til geislaspilari í húsinu, ég mátti bíða eftir honum í tvö ár. Þetta var semsagt fyrsti geisladiskurinn sem ég eignaðist (nr. tvö var Le double vie de Veroniqe).
Beggi sannar það enn og aftur að hann er ágætlega gefinn þar sem hann einn virðist vita að Tom Cruise kemur nálægt endurgerð Steven Spielberg á kvikmyndinni. Lesiði ekki slúðurdálkana í dagblöðunum?
Þið hafið örugglega öll heyrt um uslann og ofsahræðsluna sem greip um sig á hrekkjavökunni 1938 þegar leikinni útgáfu Orson Welles var útvarpað í Bandaríkjunum, meira um það hér.
Ég fann söguna á netinu og hef hugsað mér að lesa hana um jólin. Hér er smá glaðningur handa ykkur.
Þetta er að sjálfsögðu úr tónverkinu sem byggt er á sögu H. G. Wells, The war of the worlds. Ég hef aldrei lesið sjálfa söguna en myndasöguna las ég oft á mínum yngri árum. Ég var fimmtán ára þegar ég uppgötvaði fyrir alvöru tónverkið þar sem Richard Burton, Julie Covington, David Essex og Phil Lynott fara meðal annarra á kostum. Frændi minn lánaði mér plötuna og ég spilaði hana nánast í gegn á gömlu Schneider fermingagræjunum. Átján ára fann ég geisladiskinn á markaði og að sjálfsögðu keypti ég þá, þrátt fyrir að ekki væri til geislaspilari í húsinu, ég mátti bíða eftir honum í tvö ár. Þetta var semsagt fyrsti geisladiskurinn sem ég eignaðist (nr. tvö var Le double vie de Veroniqe).
Beggi sannar það enn og aftur að hann er ágætlega gefinn þar sem hann einn virðist vita að Tom Cruise kemur nálægt endurgerð Steven Spielberg á kvikmyndinni. Lesiði ekki slúðurdálkana í dagblöðunum?
Þið hafið örugglega öll heyrt um uslann og ofsahræðsluna sem greip um sig á hrekkjavökunni 1938 þegar leikinni útgáfu Orson Welles var útvarpað í Bandaríkjunum, meira um það hér.
Ég fann söguna á netinu og hef hugsað mér að lesa hana um jólin. Hér er smá glaðningur handa ykkur.
mánudagur, desember 06, 2004
sunnudagur, desember 05, 2004
fimmtudagur, desember 02, 2004
Er enginn að höndla getraunina mína eða eru bara allir hættir að lesa? Ég ætla samt að gefa ykkur aðra vísbendingu.
Kristján er alveg búinn að missa það. Skyldi tónleikahaldarinn ekki iðrast þess að hafa haft karllufsuna gjammandi við hliðina á sér í Kastljósi? Þvílkan ruddaskap hef ég ekki séð í sjónvarpi. Nýja stúlkan (sem ég man ekki hvað heitir) stóð sig prýðilega þrátt fyrir að durgurinn hefði reynt að draga brjóstin á henni inn í umræðuna. Ég kem ekki til með að kaupa diskinn. Djöfull var Sigmar samt vandræðalegur.
p.s. minni á getraunina.
p.s. minni á getraunina.
miðvikudagur, desember 01, 2004
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)