laugardagur, apríl 30, 2005
föstudagur, apríl 29, 2005
fimmtudagur, apríl 28, 2005
Við iPod hjóluðum út í sveit í kvöld og ég söng hástöfum fyrir hann og mann sem við mættum, held að honum hafi þótt ég skrítin en það er allt í lagi af því að ég veit að ég er það. Ég er ekki í jafn góðu formi og ég hélt, smá brekkur reyndust mér ofviða, ég sem hjólaði daglega upp Oddeyrargötuna á mettíma. Ég átti von á að iPod þyrfti að kalla út björgunarsveit en að lokum komst ég þó heim, köld og hrakin og viðurstyggilega þyrst. Úff, ég sem hef svo háleitar hugmyndir um hjóltúrana í Þorpi Satans og nágreni... sem minnir mig á að fyrrverandi tilvonandi kaupendur höfðu ekki kredit svo að þessi gersemi er enn í boði.
Ég er gjörsamlega búin eftir hreyfinguna í hreina loftinu (ekki má gleyma handahlaupinu sem ég mátti til með að sýna syninum í einhverju montkasti, ég hélt að innanlærisvöðvarnir myndu rifna, veit ekki enn hvernig mér líður í bakinu. Hvenær gerðist þetta eiginlega? Ég sem var fimmtán í gær!) svo að ég ætla að hypja mig í háttinn, bless.
Ég er gjörsamlega búin eftir hreyfinguna í hreina loftinu (ekki má gleyma handahlaupinu sem ég mátti til með að sýna syninum í einhverju montkasti, ég hélt að innanlærisvöðvarnir myndu rifna, veit ekki enn hvernig mér líður í bakinu. Hvenær gerðist þetta eiginlega? Ég sem var fimmtán í gær!) svo að ég ætla að hypja mig í háttinn, bless.
þriðjudagur, apríl 26, 2005
Elskulegur eiginmaður minn fékk leyfi til að fara á flugsýningu í Þýskalandi um síðustu helgi með því skilyrði var að hann keypti eitthvað fallegt handa spúsu sinni í ferðalaginu. Það er skemmst frá því að segja að ég sit við tölvuna með nýja ipodinn minn og alla geisladiskana mína dreifða í kring um mig og hleð niður tónlist eins og snaróð. Það næst örugglega ekki samband við mig á næstunni því að ég verð alltaf úti að hjóla með músík á fullu blasti. Sjáumst næsta vetur.
laugardagur, apríl 23, 2005
Hvað kom fyrir kjötið?
Hvernig stendur á því að allt kjöt sem maður kaupir kryddað eða marinerað er brimsalt og nákvæmlega eins á bragðið, hvort sem það er lamba- eða svínakjöt, læri, fillet eða hnakki, rauðvíns- eða koníakslegið, villijurta- eða Heiðmerkurkryddað (sem er víst villijurtakrydd), verkamannaútgáfa úr Bónus eða lúxusútgáfan í Nóatúni? Þetta er bara glæpsamlegur viðbjóður. Ég held að það séu ekki nema tvö ár síðan þetta var öðruvísi, við keyptum stundum rauðvínslegna helgarsteik frá KEA og þótti ákaflega góð þar til ÞEIR fóru að leggja hana í saltpækil. Svo er ómögulegt að elda þetta kjöt þokkalega, þetta soðnar einhvern veginn og tekur óratíma í eldun. Mér þykir óskaplega vænt um kjöt, sérstaklega það sem fer í magann á mér og þess vegna er ég hreint út sagt miður mín yfir þessu. Eru kjötiðnaðarmenn í einhverju allsherjar samsæri? Er þetta þeirra vopn í byltingunni? Ég veit að einhverjir lesendur síðunnar hafa aðgang að innsta hring og óska þess að þeir leiti skýringa á þessu hrottalega athæfi.
Verði ykkur að góðu.
Hvernig stendur á því að allt kjöt sem maður kaupir kryddað eða marinerað er brimsalt og nákvæmlega eins á bragðið, hvort sem það er lamba- eða svínakjöt, læri, fillet eða hnakki, rauðvíns- eða koníakslegið, villijurta- eða Heiðmerkurkryddað (sem er víst villijurtakrydd), verkamannaútgáfa úr Bónus eða lúxusútgáfan í Nóatúni? Þetta er bara glæpsamlegur viðbjóður. Ég held að það séu ekki nema tvö ár síðan þetta var öðruvísi, við keyptum stundum rauðvínslegna helgarsteik frá KEA og þótti ákaflega góð þar til ÞEIR fóru að leggja hana í saltpækil. Svo er ómögulegt að elda þetta kjöt þokkalega, þetta soðnar einhvern veginn og tekur óratíma í eldun. Mér þykir óskaplega vænt um kjöt, sérstaklega það sem fer í magann á mér og þess vegna er ég hreint út sagt miður mín yfir þessu. Eru kjötiðnaðarmenn í einhverju allsherjar samsæri? Er þetta þeirra vopn í byltingunni? Ég veit að einhverjir lesendur síðunnar hafa aðgang að innsta hring og óska þess að þeir leiti skýringa á þessu hrottalega athæfi.
Verði ykkur að góðu.
sunnudagur, apríl 17, 2005
Ég má til með að blogga pínu núna vegna þess að ég Á að vera að gera annað.
Íbúðin okkar fór í sölu á mánudag og var svo gott sem seld á miðvikudag en endanleg niðurstaða fæst rétt fyrir mánaðarmót. Ef allt gengur að óskum verðum við heimilislaus í mánuð og hvar er betra að vera heimilislaus en í sól og sumaryl? Ég hlakka óskaplega til að losna við nágrannana í kjallaranum, full dag og nótt og gera ekki annað en að rífast og stynja. Óþolandi pakk! Bjakk!
Ég var að kíkja á komment við eldri færslur hér og sá að sum hafði ég aldrei séð áður, hvað þá svarað. Biðst afsökunar ef einhver þarna úti er nú með blæðandi undir af mínum völdum.
Ókei, nú verð ég að halda áfr...
Íbúðin okkar fór í sölu á mánudag og var svo gott sem seld á miðvikudag en endanleg niðurstaða fæst rétt fyrir mánaðarmót. Ef allt gengur að óskum verðum við heimilislaus í mánuð og hvar er betra að vera heimilislaus en í sól og sumaryl? Ég hlakka óskaplega til að losna við nágrannana í kjallaranum, full dag og nótt og gera ekki annað en að rífast og stynja. Óþolandi pakk! Bjakk!
Ég var að kíkja á komment við eldri færslur hér og sá að sum hafði ég aldrei séð áður, hvað þá svarað. Biðst afsökunar ef einhver þarna úti er nú með blæðandi undir af mínum völdum.
Ókei, nú verð ég að halda áfr...
laugardagur, apríl 16, 2005
laugardagur, apríl 09, 2005
Það er svo skemmtilegt við þetta frásagnarform að maður er alltaf að uppgötva nýja bloggara, “uppgötva” er kannski orðum aukið því að suma hef ég lesið í marga mánuði án þess að hlekkja á þá. Bætti úr þessu og gott betur, henti líka út aumingjabloggurum og öðrum sem ég er löngu hætt að lesa.
Ég tók æðiskast á heimavígstöðvunum í dag en það hafði ekkert að segja, bakaði pönnukökur í staðinn og það var mun vinsælla. Af hverju talar maður um að baka pönnsur þegar þær eru í raun og veru steiktar?
Ég tók æðiskast á heimavígstöðvunum í dag en það hafði ekkert að segja, bakaði pönnukökur í staðinn og það var mun vinsælla. Af hverju talar maður um að baka pönnsur þegar þær eru í raun og veru steiktar?
föstudagur, apríl 08, 2005
Ég held að menn og konur séu ekki á einu máli um örlög bloggheims. Þetta hlýtur að skýrast.
Við skruppum í þorp Satans og skrifuðum undir í vikunni og litla krúttlega íbúðin okkar verður auglýst eftir helgi, allir að bjóða í hana.
Vegna undangengis slappleika bloggheims hef ég leitað svolítið á önnur mið og það er skemmst frá því að segja að ég algerlega heilluð af umræðunum á barnalandi. Ekkert endilega samt af því að mér þyki allar sem skrifa þar svo gáfaðar og gefandi manneskjur. Gaman væri að heyra ykkar álit. Punktur.
Við skruppum í þorp Satans og skrifuðum undir í vikunni og litla krúttlega íbúðin okkar verður auglýst eftir helgi, allir að bjóða í hana.
Vegna undangengis slappleika bloggheims hef ég leitað svolítið á önnur mið og það er skemmst frá því að segja að ég algerlega heilluð af umræðunum á barnalandi. Ekkert endilega samt af því að mér þyki allar sem skrifa þar svo gáfaðar og gefandi manneskjur. Gaman væri að heyra ykkar álit. Punktur.
sunnudagur, apríl 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)