fimmtudagur, febrúar 16, 2006
Ég er að horfa á listhlaupið á skautum, þá dönnuðu og fallegu íþrótt. Spennan er óbærileg og ég verð eins og eiginmaðurinn yfir spennandi fótboltaleik (er það til?), æjandi og óandi, húrrandi og hlæjandi. Ofboðslega var Kanadamaðurinn sætur í svörtu peysunni utan yfir hvítu skyrtunni, hvílík tilbreyting frá öllu glimmerinu og draslinu sem gerir mann bara hálf vandræðalegan. Svo er ég búin að komast að því að það er miklu skemmtilegra að horfa á beina útsendingu á Eurosport, kynnarnir hafa samúð með keppendum, hvetja þá og ráðleggja keppendum á alla lund. Ég heyri alveg í Samma segja "hertu upp hugann góði minn, þú getur þetta alveg" í beinni útsendingu með tilfinningu í röddinni. Eða ekki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli