þriðjudagur, apríl 25, 2006

Við keyrðum töluvert um nágrennið og skoðuðum þorpin sem umkringja bæinn á alla vegu. Helst hefðum við viljað búa í einu slíku en við fundum ekki húsnæði sem hentaði okkur. Í næsta bæ við Northampton er risastór yfirbyggð skíðabrekka (eða hún virðist vera risastór utan frá séð) sem ég á pottþétt eftir að prófa. Við eyddum síðdegi í Lundúnum en gerðum svo sem ekkert merkilegt, tókum okkur reyndar far með "auganu" og sáum frægar byggingar úr fjarlægð, nánari skoðun bíður betri tíma enda nóg af honum framundan. Við eyddum páskadegi í dýragarði, sæljónin og birnirnir voru sætust, rándýru hamborgararnir voru ógeðslegir. Síðustu klukkutímunum í Englandi vörðum við í Oxford sem er líklega fallegasta borg sem ég hef séð. Ég á eftir að eyða miklum tíma þar á næstunni.

Eiginmaðurinn er ánægður í nýju vinnunni. Sonurinn telur það Englandi helst til tekna að þar er risastór dótabúð þar sem hægt er að fá allt milli himins og jarðar fyrir brot af því sem það kostar hér heima. Ég get ekki beðið eftir að skoða bókabúðirnar og söfnin í rólegheitum. Allir ánægðir.

England var yndislegt. Veðrið var þokkalegt, maturinn ágætur, rauðvínið klikkaði ekki og páskaeggin voru étin. Mér þótti samt heldur súrt að málshátturinn minn var óskrifað blað en kannski á það vel við þar sem ég held fljótlega út í óvissuna.

Northampton er mjög misfallegur bær og stutt á milli andstæðna. Undurfalleg íbúðarhverfi með skrúðgörðum og gosbrunnum eru nánast við hliðina á dapurlegum hreysum þar sem örvæntingin ræður ríkjum. Hverfið sem við ætlum að búa í er mitt á milli, heldur í skárri kantinum ef eitthvað er. Myndin er af húsinu okkar.

Ég er búin að skrifa langa færslu en blogger neitar að birta hana. Óþolandi helvíti.
Það er margt til í þessu.





What type of Fae are you?

föstudagur, apríl 21, 2006

Gleðilegt sumar!

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Gleðilega páska!

mánudagur, apríl 10, 2006

Sándtrakkið er ekki tilbúið og verður líklega ekki birt fyrir páska enda er það ekki í forgangi akkúrat núna. (Hvað eru mörg ekki í því?)

Í dag er hefðbundin dagskrá, ritgerðarskrif, þvottur og létt þrif.
Á morgun er fyrsti áfangastaðurinn Selfoss City, þar þarf ég að kaupa fullt af páskaeggjum og sækja vegabréf. Þegar ég kem heim þarf ég að pakka eggjunum þannig að þau þoli flugferð og henda einhverjum tuskum oní tösku. Að þessu loknu munum við mæðginin aka til höfuðborgarinnar og leggjast til svefns á heimili foreldra minna.
Eftir tvo daga mun eiginmaðurinn taka á móti okkur á Heathrow.
Hvað gerist næstu daga þar á eftir verður að ráðast, það eina sem ég veit er að við eigum pantaða gistingu á sveitahóteli skammt frá Northampton og að við ætlum að borða páskaegg.
Að kvöldi þess 19. lendum við Leifur aftur á vorri fósturjörð og brunum heim í Þorpið.

Gott plan.

föstudagur, apríl 07, 2006

Skyldi ég koma haloscan inn í þessari tilraun?
commenting and trackback have been added to this blog.
Grr.
Farin að sofa.
Ég var búin að fá nóg af gamla útlitinu. Sjáum til hversu lengi ég þoli þennan minimalisma.

mánudagur, apríl 03, 2006

Kíkið á færslu dagsins hjá þessari.
Ég er femínisti.
 
eXTReMe Tracker