Það er eins gott að ég er ekki sérlega myrkfælin því að eitthvað ólag er á rafmagninu í hverfinu okkar og ekki getur kerfið séð sóma sinn í því að bila um hábjartan dag. Síðustu tvo tíma höfum við mæðginin mátt dúsa í kolniðamyrkri og kvöldmaturinn var kornflex við kertaljós, ákaflega rómantískt allt saman.
Eiginmaðurinn er í viðskiptaerindum á Íslandi en kemur sem betur fer aftur á laugardag. Í raun breytir það ekki miklu þó hann sé í öðru landi því hann hefur hvort eð er verið að vinna myrkranna á milli síðustu vikur.
Rétt í þessu fór rafmagnið aftur og verður spennandi að sjá hversu lengi við þurfum að bíða í þetta sinn. Ég var rétt búin að kópera færsluna í word þegar allt fór í gang aftur, meira vesenið. Viðvörunarkerfið fer alltaf í gang þegar rafmagnið lætur sig hverfa og það er ekki nokkur leið að slökkva á vælinu fyrr en það kemur aftur því stjórnborðið er að sjálfsögðu tengt í rafmagn.
Í dag hitti ég íslenska stúlku sem býr hér í Northampton, netið er dásamleg uppfinning.
fimmtudagur, nóvember 30, 2006
mánudagur, nóvember 27, 2006
Fólk er misánægt með afköst mín á bloggvellinum en málið er bara að það er ekkert að gerast. Ég lifi í mínum eigin heimi um þessar mundir og fréttir og annar heimsósómi bíta ekkert á mig. Ég er bara að reyna að undirbúa jólin og stússast í daglegri rútínu á meðan ég hef enn krafta til þess og auðvitað snýst öll mín tilvera um óléttuna enda er Salómon er farinn að fylla ansi vel út í innvolsið í mér.
Dótabúðaleiðangur í gær kom mér samt í vont skap. Stelpudót er ömurlegt og af hverju þarf það allt að vera bleikt? Strákadótið er miklu sniðugra og meira skapandi, það þarf engan að undra að jafnréttisbaráttan gengur ekki betur en raunin er. Ég held að tjallarnir séu samt einstaklega aftarlega á merinni, þið ættuð að sjá sjónvarpsauglýsingarnar sem dynja á okkur daglega... þegar ég hugsa málið þá sjáið þið heima þær örugglega líka með íslensku tali. Þetta veldur mér velgju.
Dótabúðaleiðangur í gær kom mér samt í vont skap. Stelpudót er ömurlegt og af hverju þarf það allt að vera bleikt? Strákadótið er miklu sniðugra og meira skapandi, það þarf engan að undra að jafnréttisbaráttan gengur ekki betur en raunin er. Ég held að tjallarnir séu samt einstaklega aftarlega á merinni, þið ættuð að sjá sjónvarpsauglýsingarnar sem dynja á okkur daglega... þegar ég hugsa málið þá sjáið þið heima þær örugglega líka með íslensku tali. Þetta veldur mér velgju.
föstudagur, nóvember 24, 2006
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
mánudagur, nóvember 20, 2006
Jæja, ég er búin að skipta og get ekki séð að það hafi nokkru breytt, þurfti reyndar að laga hlekkina pínu en það var mjög einfalt.
Nemöndin kom og eitthvað lækkaði í hvítvínsbirgðunum, þetta var allt mjög skemmtilegt þrátt fyrir gjörsamlega misheppnaðan kvöldverð. Hlakka til næstu heimsóknar.
Veit einhver hvað kom fyrir mikkavef?
Ég sakna hans sárlega.
Nemöndin kom og eitthvað lækkaði í hvítvínsbirgðunum, þetta var allt mjög skemmtilegt þrátt fyrir gjörsamlega misheppnaðan kvöldverð. Hlakka til næstu heimsóknar.
Veit einhver hvað kom fyrir mikkavef?
Ég sakna hans sárlega.
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Hafiði prófað nýju blogger útgáfuna? Lendi ég í vandræðum með síðuna mína ef ég uppfæri?
Svör óskast.
Annars er ekkert að frétta, bévítans kvefpestin er enn að plaga mig og snillingurinn er heima með smá hita en enga veiki. Vonandi verður þetta allt afstaðið fyrir helgi því við eigum von á íslenskri nemönd sem ætlar að drekka hvítvín með eiginmanninum.
Svör óskast.
Annars er ekkert að frétta, bévítans kvefpestin er enn að plaga mig og snillingurinn er heima með smá hita en enga veiki. Vonandi verður þetta allt afstaðið fyrir helgi því við eigum von á íslenskri nemönd sem ætlar að drekka hvítvín með eiginmanninum.
laugardagur, nóvember 11, 2006
Litli bróðir er magnaður, hann tók tölvuna mína alveg í gegn og nú er hún eins og ný, heimilistölvan fékk einnig yfirhalningu og er nú nettengd og allt, gott ef hún fær samt ekki að fjúka bráðlega þar sem arftakinn er fundinn.
Ég er óttalega aum með hausinn fullan af hori en Salómon er hins vegar hress og virðist ætla að vera í stærri kantinum, a.m.k. í samanburði við bresk börn.
Leibbalingurinn er dásamlegur drengur og Bretarnir eru greinilega sammála því nánast daglega kemur hann heim úr skólanum með umsögn og umbun fyrir kurteisi og dugnað, hann sagði mér svo í morgun að hann ætti bestu mömmu í heimi.
Ég er lánsöm kona.
Ég er óttalega aum með hausinn fullan af hori en Salómon er hins vegar hress og virðist ætla að vera í stærri kantinum, a.m.k. í samanburði við bresk börn.
Leibbalingurinn er dásamlegur drengur og Bretarnir eru greinilega sammála því nánast daglega kemur hann heim úr skólanum með umsögn og umbun fyrir kurteisi og dugnað, hann sagði mér svo í morgun að hann ætti bestu mömmu í heimi.
Ég er lánsöm kona.
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
Til hamingju með afmælið pabbi!
Slökunin í gær endaði í steik og guð sá að það var gott.
Í dag eru allir að drepast úr kvefi en það stoppaði systkyni mín ekki af í búðarrápinu, held að steikin beri samt ekki ábyrgð á kvefinu.
Hr. Pez er góður í dag.
Slökunin í gær endaði í steik og guð sá að það var gott.
Í dag eru allir að drepast úr kvefi en það stoppaði systkyni mín ekki af í búðarrápinu, held að steikin beri samt ekki ábyrgð á kvefinu.
Hr. Pez er góður í dag.
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
Dagurinn í dag átti að fara í slökun hjá mér og gestum mínum. Ég er búin að slaka vel á en mín ástkæra systir dró fram ryksuguna og skúraði. Áðan lagði ég mig svo í klukkutíma og á meðan bakaði hún skúffuköku, bara svo þið hin getið öfundað okkur þá bakar hún bestu skúffuköku í heimi. Ég tími ekki að skila henni.
föstudagur, nóvember 03, 2006
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Við héldum upp á hrekkjavöku að hætti innfæddra og það sem þetta er skemmmtileg hátíð!
Uppáklædd fórum við leibbalingur í gleðskap þar sem hryllingsverur af öllum stærðargráðum kýldu sig út af kræsingum og ekki var annað að sjá en þeim líkaði ljómandi vel við íslensku pönnsurnar. Snillingurinn tók þátt í margs konar skemmtilegum leikjum og var myljandi stoltur af verðlaunum í formi límmiða. Fyrirfram var ég efins um að það væri vinsælt að foreldrarnir klæddu sig upp á en ákvað að láta vaða og vera þá álitin barnaleg fyrir vikið en þegar á hólminn var komið var ég nánast í sparifötum við hlið hræðilegra norna, drauga og fjöldamorðingja. Sonurinn fór með óþjóðalýðnum út að sníkja gotterí en ég dreif mig heim til að útbýta því. Við erum lánsöm að fá að kynnast og taka þátt í menningu annarra þjóða. Hér er svo mynd af graskerinu okkar góða.
Uppáklædd fórum við leibbalingur í gleðskap þar sem hryllingsverur af öllum stærðargráðum kýldu sig út af kræsingum og ekki var annað að sjá en þeim líkaði ljómandi vel við íslensku pönnsurnar. Snillingurinn tók þátt í margs konar skemmtilegum leikjum og var myljandi stoltur af verðlaunum í formi límmiða. Fyrirfram var ég efins um að það væri vinsælt að foreldrarnir klæddu sig upp á en ákvað að láta vaða og vera þá álitin barnaleg fyrir vikið en þegar á hólminn var komið var ég nánast í sparifötum við hlið hræðilegra norna, drauga og fjöldamorðingja. Sonurinn fór með óþjóðalýðnum út að sníkja gotterí en ég dreif mig heim til að útbýta því. Við erum lánsöm að fá að kynnast og taka þátt í menningu annarra þjóða. Hér er svo mynd af graskerinu okkar góða.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)