þriðjudagur, maí 31, 2005
laugardagur, maí 28, 2005
föstudagur, maí 27, 2005
fimmtudagur, maí 26, 2005
Já, finnst ykkur ég hafa verið lengi í burtu?
Ég skal segja ykkur það að ég lenti í því svakalegasta partýi sem hugsast getur.
Við ókum í sveitina í björtu og fallegu haustveðri og var okkur að sjálfsögðu tekið með kostum og kynjum er við komum á áfangastað. Var þar samankominn stór hluti fjölskyldu minnar og fleiri til. Í sakleysi okkar settumst við fyrir framan kassa nokkurn er sjónvarp nefnist og var hugmyndis sú að horfa á hið margumrædda Júróvisjón en margt fer öðruvísi en ætlað er. Norsku glysrokkararnir höfðu rétt lokið sér af á sviðinu er við skyndilega heyrðum ógurlegan dyn og áður en við vissum af var búið að geisla alla þá sem eldri eru en tuttugu vetra upp í hið svaðalegasta partý sem vitað er um. Þetta partý hefur staðið svo lengi að upprunalegu gestirnir eru löngu dauðir en í þeirra stað tæta og trylla barnabörn og barnabarnabörn þeirra um Vetrarbrautina í leit að glamrokksaðdáendum, stelandi gestum úr öðrum samkvæmum í von um að þeir eigi áfengan drukk. Markverðustu atburðirnir voru þegar ég lenti í hóstakeppni við veiru (?) nokkra og tapaði með glæsibrag og eins var mágur minn lúbarinn er hann spurði kvenkyns veiru eina hvort hún hefði gerst svo fræg að koma til Belgíu. Bróðir minn gerði vísindalega könnun á uppruna þeirra geimveira sem þarna voru samankomnar og niðurstöðurnar voru á þá leið að flestar voru þær af norskum uppruna (Parísardaman hafði rétt fyrir sér með upprunan en það vantaði bara eitt i í spurninguna svo að hún negldi þetta ekki alveg). Það var svo klukkan átta í morgun sem við gátum platað Þrumuguðinn til að geisla okkur heim og ég ver að segja að það er loksins byrjað að renna af mér (þar með hafa Anna og slr líka nokkuð til síns máls) sem betur fer því að börnin eru búin að vera í reiðuleysi síðan á laugardag. Nú held ég að það sé kominn tími til að leggjast í bælið og taka timburmönnunum fagnandi. Á einhver verkjatöflur? (Þar til nú hafði þessi síða ekki verið uppfærð síðan laugardaginn 21. maí og þar með fær bloggvörðurinn líka stig)
p.s. túttunum hér að ofan stal ég af þrándheimskri geimveiru.
p.s.s. hvernig fór Júróvisjón eiginlega?
laugardagur, maí 21, 2005
föstudagur, maí 20, 2005
Af hverju þurfum við blóraböggul?
Það keppast allir við finna sökudólg í dag. Sumir kenna fötunum hennar Selmu um úrslitin, aðrir því að lagið hafi verið vont og enn aðrir vilja meina að Selma hafi einfaldlega sungið illa eða að dansinn hafi verið hræðilegur. Þetta angrar mig, lagið var ágætlega flutt og búningarnir komu þokkalega út á sviðinu. Kannski hafa aðrar Evrópuþjóðir einfaldlega ekki sama tónlistarsmekk og við eða kannski er þetta bara helber klíkuskapur en ég vil samt benda á hina þokkafullu flytjendur Slóveníu og Póllands sem urðu líka að lúta í lægra haldi. Slóvenska lagið kom mér eiginlega mest á óvart í gær og ég er bara drullusár yfir að það hafi verið skilið út undan í Austur-Júróvisjón.
Æ ég veit ekki hvað ég er að fara með þessu... við erum samt of fámenn til að vera með skítkast út í fólk sem er að gera sitt besta fyrir okkar hönd á erlendri grundu. Verum bara glöð og höldum með norsurum... eða eitthvað.
Það keppast allir við finna sökudólg í dag. Sumir kenna fötunum hennar Selmu um úrslitin, aðrir því að lagið hafi verið vont og enn aðrir vilja meina að Selma hafi einfaldlega sungið illa eða að dansinn hafi verið hræðilegur. Þetta angrar mig, lagið var ágætlega flutt og búningarnir komu þokkalega út á sviðinu. Kannski hafa aðrar Evrópuþjóðir einfaldlega ekki sama tónlistarsmekk og við eða kannski er þetta bara helber klíkuskapur en ég vil samt benda á hina þokkafullu flytjendur Slóveníu og Póllands sem urðu líka að lúta í lægra haldi. Slóvenska lagið kom mér eiginlega mest á óvart í gær og ég er bara drullusár yfir að það hafi verið skilið út undan í Austur-Júróvisjón.
Æ ég veit ekki hvað ég er að fara með þessu... við erum samt of fámenn til að vera með skítkast út í fólk sem er að gera sitt besta fyrir okkar hönd á erlendri grundu. Verum bara glöð og höldum með norsurum... eða eitthvað.
fimmtudagur, maí 19, 2005
Júróvisjónblogg
Austurríki:
Hrottalega klámfengnir mjaltakonubúningar. Hvers vegna í ósköpunum eru Austurríkismenn að syngja á spænsku? Kraftlítið lag sem hefði verið betra ef þau hefðu farið lengra með þjóðlegu áhrifin. Sæt söngkona.
Litháen: Hvað er með augnskuggann og höfuðhnykkina? Hefði verið flottara ef búningurinn væri ekki notaður. Lítil útgeislun og lagið fellur dautt. Flottir lærvöðvar.
Portúgal: Heyrist lítið í söngkonunni, kannski eins gott því að hún er pínu fölsk. Talandi um ljóta búninga. Vibba lag . Steindautt eitís popp.
Moldavía: Mér finnst þetta svolítið skemmtilegt en hefði verið betra sungið á frummálinu. Flottur gæinn með græna gítarinn. Skemmtilegt að hafa eina svona gamla alvöru ömmu með.
Lettland: Góða nótt. Á mörkunum að þeir haldi lagi.
Mónakó: Celine Dion stæling, amk ballaða á frönsku, söngkonan ágæt og lagið svona í skárri kantinum.
Ísrael: Hún nær ekki alltaf tónunum, fáránlegar hnébeygjur í svona kjól. Sílíkonfyllt. GM sagði bakið vanta á kjólinn en það lítur út fyrir að það vanti frekar eitthvað til að halda brjóstunum betur í skefjum.
Hvíta-Rússland: Þú ert að grínast með lúkkið!!! hvenær rífur hún sig úr? OMG! Röddinn sker í eyrun. Fer hún ekki úr meiru? Það hlaut að vera. Minnir á gömlu drottninguna frá Rússlandi sem fór í fýlu yfir því að vinna ekki hérna um árið.
Holland: Ég æli ef þetta kemst áfram. Vá, hún er búin að æfa kókaínkækina hennar Vittneyjar. Talandi um stolin lög. ARG!!!
Ísland: Hjartslátturinn er að sprengja á mér brjóstið. Djöfull er hún kúl! Vantar kannski smá oggu lítinn kraft.
Belgía: Vertu heima Johnny Logan!
Eistland: Var ekki búið að segja Spice girls að vera úti? Væri kannski eitthvað ef það væri einhver kraftur í þeim.
Noregur: Love the outfit! Eins og frægi og ógislega flotti popparinn í fóstbræðrum. Ef Ísland vinnur ekki þá vona ég að þetta geri það. Heyrði þetta lag í dag og hélt að þetta væri eitthvað gamalt og gott frá mínum sokkabandsárum.
Rúmenía: Þessi var greinilega í læri hjá Ruslönu. Breytir því samt ekki að hún er þrususöngkona. Slípirokkarnir áttu að vera heima.
Ungverjaland: Þetta lag finnst mér svolítið skemmtilegt ef hún nær að halda lagi. Rosa Birgittuleg eitthvað. “Ekki er hún Sylvía ógeðslega ljót”
Finnland: Sveittur kall, óttalegur gaulari.
Makedónía: Hvað er eiginlega verið að kvarta yfir íslensku búningunum? Ó, hann er að reyna að ná sæta Grikkjanum frá því í fyrra. Súludansmeyjarnar á bak við hann standa ekki í lappirnar!
Andorra: Hún er ekki jafn svakaleg í framan í myndbandinu. Lagið er hvorki fugl né fiskur þrátt fyrir olíubornu dansarana. Sonur minn tók unaðslega stælingu á dönsurunum.
Sviss: Það er bara eitthvað við hvítklæddar kvennarokksveitir. Cool vibes why don’t you kill me?” Sæt og flink sönkona.
Króatía: Klikkaði slagverksleikarinn er orðinn rosa þreyttur. Lagið gæti samt vel verið verra.
Búlgaría: Óttaleg gufa. Oooo þetta er Lorraine in the rain. Þeir hefðu átt að hafa konu í sturtu á sviðinu. Það hefði getað bjargað miklu.
Írland: Vúhú! Uppáhalds ömurlega atriðið mitt. Strákkjúkklingurinn er eins og ónefndur skólabróðir minn úr MA. Sá er einmitt frægur fyrir sérstakan tónlistarflutning og naumt skammtaðar fiskibollur.
Slóvenía: Þetta er þrælágætt. Minnir að hluta á Ultravox. Smart endir.
Danmörk: Róa sig aðeins í skoppinu. Æ mér hefur aldrei þótt þetta lag skemmtilegt, hvorki í hans flutningi eða annarra.
Pólland: Sko, það eru ekki bara Íslendingar sem senda karlmenn í pilsi í Júró. Þetta er eitt af uppáhaldslögunum mínum í keppninni. Bjútífúl bringa.
Ég spái að þessi komist áfram: Ísrael, Ísland, Moldavía, Noregur, Ungverjaland, Sviss, Slóvenía og Pólland. Svo er spurning með Danmörku og Króatíu.
Austurríki:
Hrottalega klámfengnir mjaltakonubúningar. Hvers vegna í ósköpunum eru Austurríkismenn að syngja á spænsku? Kraftlítið lag sem hefði verið betra ef þau hefðu farið lengra með þjóðlegu áhrifin. Sæt söngkona.
Litháen: Hvað er með augnskuggann og höfuðhnykkina? Hefði verið flottara ef búningurinn væri ekki notaður. Lítil útgeislun og lagið fellur dautt. Flottir lærvöðvar.
Portúgal: Heyrist lítið í söngkonunni, kannski eins gott því að hún er pínu fölsk. Talandi um ljóta búninga. Vibba lag . Steindautt eitís popp.
Moldavía: Mér finnst þetta svolítið skemmtilegt en hefði verið betra sungið á frummálinu. Flottur gæinn með græna gítarinn. Skemmtilegt að hafa eina svona gamla alvöru ömmu með.
Lettland: Góða nótt. Á mörkunum að þeir haldi lagi.
Mónakó: Celine Dion stæling, amk ballaða á frönsku, söngkonan ágæt og lagið svona í skárri kantinum.
Ísrael: Hún nær ekki alltaf tónunum, fáránlegar hnébeygjur í svona kjól. Sílíkonfyllt. GM sagði bakið vanta á kjólinn en það lítur út fyrir að það vanti frekar eitthvað til að halda brjóstunum betur í skefjum.
Hvíta-Rússland: Þú ert að grínast með lúkkið!!! hvenær rífur hún sig úr? OMG! Röddinn sker í eyrun. Fer hún ekki úr meiru? Það hlaut að vera. Minnir á gömlu drottninguna frá Rússlandi sem fór í fýlu yfir því að vinna ekki hérna um árið.
Holland: Ég æli ef þetta kemst áfram. Vá, hún er búin að æfa kókaínkækina hennar Vittneyjar. Talandi um stolin lög. ARG!!!
Ísland: Hjartslátturinn er að sprengja á mér brjóstið. Djöfull er hún kúl! Vantar kannski smá oggu lítinn kraft.
Belgía: Vertu heima Johnny Logan!
Eistland: Var ekki búið að segja Spice girls að vera úti? Væri kannski eitthvað ef það væri einhver kraftur í þeim.
Noregur: Love the outfit! Eins og frægi og ógislega flotti popparinn í fóstbræðrum. Ef Ísland vinnur ekki þá vona ég að þetta geri það. Heyrði þetta lag í dag og hélt að þetta væri eitthvað gamalt og gott frá mínum sokkabandsárum.
Rúmenía: Þessi var greinilega í læri hjá Ruslönu. Breytir því samt ekki að hún er þrususöngkona. Slípirokkarnir áttu að vera heima.
Ungverjaland: Þetta lag finnst mér svolítið skemmtilegt ef hún nær að halda lagi. Rosa Birgittuleg eitthvað. “Ekki er hún Sylvía ógeðslega ljót”
Finnland: Sveittur kall, óttalegur gaulari.
Makedónía: Hvað er eiginlega verið að kvarta yfir íslensku búningunum? Ó, hann er að reyna að ná sæta Grikkjanum frá því í fyrra. Súludansmeyjarnar á bak við hann standa ekki í lappirnar!
Andorra: Hún er ekki jafn svakaleg í framan í myndbandinu. Lagið er hvorki fugl né fiskur þrátt fyrir olíubornu dansarana. Sonur minn tók unaðslega stælingu á dönsurunum.
Sviss: Það er bara eitthvað við hvítklæddar kvennarokksveitir. Cool vibes why don’t you kill me?” Sæt og flink sönkona.
Króatía: Klikkaði slagverksleikarinn er orðinn rosa þreyttur. Lagið gæti samt vel verið verra.
Búlgaría: Óttaleg gufa. Oooo þetta er Lorraine in the rain. Þeir hefðu átt að hafa konu í sturtu á sviðinu. Það hefði getað bjargað miklu.
Írland: Vúhú! Uppáhalds ömurlega atriðið mitt. Strákkjúkklingurinn er eins og ónefndur skólabróðir minn úr MA. Sá er einmitt frægur fyrir sérstakan tónlistarflutning og naumt skammtaðar fiskibollur.
Slóvenía: Þetta er þrælágætt. Minnir að hluta á Ultravox. Smart endir.
Danmörk: Róa sig aðeins í skoppinu. Æ mér hefur aldrei þótt þetta lag skemmtilegt, hvorki í hans flutningi eða annarra.
Pólland: Sko, það eru ekki bara Íslendingar sem senda karlmenn í pilsi í Júró. Þetta er eitt af uppáhaldslögunum mínum í keppninni. Bjútífúl bringa.
Ég spái að þessi komist áfram: Ísrael, Ísland, Moldavía, Noregur, Ungverjaland, Sviss, Slóvenía og Pólland. Svo er spurning með Danmörku og Króatíu.
Ágætur dagur í dag alveg hreint!
Árla morguns ók ég með erfingjann í aftursætinu til Þorps Satans, fyrsti viðkomustaður var grunnskólinn og þar varð drengurinn eftir á meðan ég svipaðist um eftir ákjósanlegum vinnustað. Gott ef ég er ekki bara búin að fá tvær vinnur, störfin eru í sjálfu sér ekkert merkileg en þó ágæt á meðan ég leita að framtíðarstarfi. Drengurinn var svona ljómandi ánægður með skólann og bíður spenntur eftir flutningunum. Ég losnaði við sirka sjö áhyggjukíló þessa þrjá klukkutíma sem við stoppuðum á landsbyggðinni, það er býsna bjart framundan.
Júróvisjón kvöld framundan en ég ætla svo sem engu að spá, geri ráð fyrir að Selma komist áfram og vona að það sama eigi við um lögin frá Póllandi og Noregi. Góða skemmtun í kvöld!
Árla morguns ók ég með erfingjann í aftursætinu til Þorps Satans, fyrsti viðkomustaður var grunnskólinn og þar varð drengurinn eftir á meðan ég svipaðist um eftir ákjósanlegum vinnustað. Gott ef ég er ekki bara búin að fá tvær vinnur, störfin eru í sjálfu sér ekkert merkileg en þó ágæt á meðan ég leita að framtíðarstarfi. Drengurinn var svona ljómandi ánægður með skólann og bíður spenntur eftir flutningunum. Ég losnaði við sirka sjö áhyggjukíló þessa þrjá klukkutíma sem við stoppuðum á landsbyggðinni, það er býsna bjart framundan.
Júróvisjón kvöld framundan en ég ætla svo sem engu að spá, geri ráð fyrir að Selma komist áfram og vona að það sama eigi við um lögin frá Póllandi og Noregi. Góða skemmtun í kvöld!
miðvikudagur, maí 18, 2005
Ég var víst búin að lofa að fara yfir niðurstöður úr prófinu en það verður ekki sérstaklega merkileg yfirferð þar sem ég var svo ruslpóstshrædd að ég gaf ekki upp rétt netfang þegar ég smíðaði prófið. Doppfrid hefur gefið sig fram en Brandur ekki og reyndar hafa fleiri dularfullir karakterar bæst í hópinn s.s. ali (þó ég hafi nú grun um uppruna hans), J-dis, asdfadsf, Tp (held samt að það skýri sig sjálft) og loks gimmó. Gaman væri að heyra meira um ykkur, aðra held ég að ég þekki en það er að sjálfsögðu alltaf gaman að heyra um ykkur líka.
Here goes:
1. Ég á eitt gæludýr, það er kisulóra sem var einhvern tíma skírð Aþena en gengur undir og hlýðir nafninu Kisa.
2. Ég er 158 á hæð og það venst alveg ágætlega skal ég segja ykkur.
3. Ég var líklega 18 ára þegar ég gerðist áskrifandi að kiljum frá Ugluklúbbnum, ég fékk að gjöf einhverjar 10 bækur við inngöngu og þeirra á meðal var ein sem heillaði mig svo að ég hef ekki enn lesið jafn góða bók, þetta var Meistarinn og Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakov.
4. Það er stutt síðan ég sagði frá fyrstu kynnunum af War of the Worlds og ást minni á því verki í öllum myndum. Þess vegna sleppi ég því núna.
5. Ég hef aldrei lært ensku í háskóla.
6. Í júlí verðum við eiginmaðurinn búin að vera saman í níu ár, never a dull moment... eða mjög sjaldan a.m.k.
7. Ég hef bara einu sinni farið á stóra tónleika með heimsfrægri hljómsveit. Það var í Kaupmannahöfn í júní 1995, sveitin var The Rolling Stones og þið getið kannski ímyndað ykkur gleði mína þegar risafígúrur úr uppáhaldsbókinni minni blésu upp á sviðinu.
8. Ég hef gaman af ANTM Púnktur!
9. Mig hefur alltaf langað að sitja á kaffihúsi á bökkum Signu, drekka rauðvín og lesa góða bók. Enn á ég það eftir en það hlýtur að styttast í það.
10. Ég var níu ára þegar ég stóð upp á rafmagnskassa í fljúgandi hálku og sleipum pæjustígvélum og beið eftir skólastrætó. Þegar vagninn birtist ætlaði ég að stökkva niður en það tókst ekki betur en svo að hausinn fór á undan og þegar ég bar fyrir mig höndina til að verjast höfuðhöggi þá brotnaði hún.
Verst þykir mér að geta ekki séð hverju þið svöruðuð og hneykslast á eða dáðst að svörum ykkar. Man það næst.
Here goes:
1. Ég á eitt gæludýr, það er kisulóra sem var einhvern tíma skírð Aþena en gengur undir og hlýðir nafninu Kisa.
2. Ég er 158 á hæð og það venst alveg ágætlega skal ég segja ykkur.
3. Ég var líklega 18 ára þegar ég gerðist áskrifandi að kiljum frá Ugluklúbbnum, ég fékk að gjöf einhverjar 10 bækur við inngöngu og þeirra á meðal var ein sem heillaði mig svo að ég hef ekki enn lesið jafn góða bók, þetta var Meistarinn og Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakov.
4. Það er stutt síðan ég sagði frá fyrstu kynnunum af War of the Worlds og ást minni á því verki í öllum myndum. Þess vegna sleppi ég því núna.
5. Ég hef aldrei lært ensku í háskóla.
6. Í júlí verðum við eiginmaðurinn búin að vera saman í níu ár, never a dull moment... eða mjög sjaldan a.m.k.
7. Ég hef bara einu sinni farið á stóra tónleika með heimsfrægri hljómsveit. Það var í Kaupmannahöfn í júní 1995, sveitin var The Rolling Stones og þið getið kannski ímyndað ykkur gleði mína þegar risafígúrur úr uppáhaldsbókinni minni blésu upp á sviðinu.
8. Ég hef gaman af ANTM Púnktur!
9. Mig hefur alltaf langað að sitja á kaffihúsi á bökkum Signu, drekka rauðvín og lesa góða bók. Enn á ég það eftir en það hlýtur að styttast í það.
10. Ég var níu ára þegar ég stóð upp á rafmagnskassa í fljúgandi hálku og sleipum pæjustígvélum og beið eftir skólastrætó. Þegar vagninn birtist ætlaði ég að stökkva niður en það tókst ekki betur en svo að hausinn fór á undan og þegar ég bar fyrir mig höndina til að verjast höfuðhöggi þá brotnaði hún.
Verst þykir mér að geta ekki séð hverju þið svöruðuð og hneykslast á eða dáðst að svörum ykkar. Man það næst.
Já, helgin er víst búin en hún var alveg dásamleg. Ótrúlegt að lenda í steikarpotti um miðjan maí. Líkaminn var samt ekki viðbúinn þessu og fyrri daginn heimtaði hann að kappklæða sig, flíspeysa, trefill, föðurland og ullarsokkar, ég get svo svarið að ég var með gæsahúð í andlitinu nánast allan laugardaginn. Þess vegna átti ég engan veginn von á þeirri sýn sem við mér blasti að sunnudagsmorgni, ég var sólbrennd í framan. Það var öllu hlýrra þann daginn, þið vitið hvernig það er í sveitinni, þá er ekki stuttbuxnaveður heldur brjóstahaldaraveður. Þannig var það.
Kjötið var gott og rauðvínið enn betra og að vanda tók ég lagið með góðu fólki. Ljómandi gott alveg.
Kjötið var gott og rauðvínið enn betra og að vanda tók ég lagið með góðu fólki. Ljómandi gott alveg.
föstudagur, maí 13, 2005
miðvikudagur, maí 11, 2005
Af viðráðanlegum orsökum hef ég afráðið að skreppa í sveitina og kem ekki aftur fyrr en á föstudag eða laugardag. Ég verð líklega netsambandslaus svo að ég vona að þið njótið frelsisins á meðan. Kommentakerfið mun hins vegar verða opið eftir sem áður og ég hvet ykkur öll til þess að nota það óspart.
Au revoir.
Au revoir.
Djöfull er ég eitthvað hress á kantinum í dag! Brúnkukremið er komið á sinn stað en staðurinn sá er kannski ekki alveg sá sem ég valdi sjálf. Skítt með það. Ég er að spá í að fá mér strípur fyrir helgina... ég meina, hvernig er hægt að mæta á Skímó ball með engar strípur???
Nú ætla ég að blasta FM í botni og hanga á spjallinu á barnalandi. Trúi þessu hver sem trúa vill, ér náttla ógisla hress á kantinum!!!
Nú ætla ég að blasta FM í botni og hanga á spjallinu á barnalandi. Trúi þessu hver sem trúa vill, ér náttla ógisla hress á kantinum!!!
mánudagur, maí 09, 2005
sunnudagur, maí 08, 2005
Ég er búin að kljást við kverkaskít og slappleika um helgina, fór í grillveislu og borðaði hálft heimaslátrað og heimakryddað lamb, það var gott. Var rétt í þessu að koma úr apóteki og stúlkan sem afgreiddi mig var eitthvað svo óskaplega væn og góð. Kannist þið ekki við það hvað afgreiðslufólk getur glatt mann ótrúlega mikið með smá notalegheitum? God, held að ég sé búin að lesa of mikið af spjallinu á barnalandi.
Mér þótti pólska júróvisjónlagið skemmtilegt.
Ég á eftir að taka saman niðurstöður úr prófinu, geri það einhvern næstu daga. Furðulegir karakterar að sniglast þarna, þekki suma en aðra ekki og skora á Doppfrid og Brand að gefa sig fram.
Bið að heilsa.
Mér þótti pólska júróvisjónlagið skemmtilegt.
Ég á eftir að taka saman niðurstöður úr prófinu, geri það einhvern næstu daga. Furðulegir karakterar að sniglast þarna, þekki suma en aðra ekki og skora á Doppfrid og Brand að gefa sig fram.
Bið að heilsa.
þriðjudagur, maí 03, 2005
Hvað þykist þú vita?
Taktu prófið!
p.s. það þarf ekki að gefa upp raunverulegt netfang, hvaða bull með @ merkinu hleypir ykkur inn í prófið.
Taktu prófið!
p.s. það þarf ekki að gefa upp raunverulegt netfang, hvaða bull með @ merkinu hleypir ykkur inn í prófið.
mánudagur, maí 02, 2005
Allt að gerast núna, útborgunardagur og svona. Ég er búin að panta mér tíma í klippingu í dag á stofu sem ég hef aldrei prófað áður, spennandi, ekki síst í ljósi þess að ég hef ekki verið klippt síðan í september. Að þessu loknu ætla ég að gera mér ferð í Skífuna og kaupa tvo miða á Franz Ferdinand, vá hvað ég hlakka til!
Mæli með því að allir horfi á fasteignaþáttinn á skjá einum í kvöld og annað kvöld því að íbúðin mín verður sýnd annað hvort kvöldið, hún er ótrúlega fín og góð og kostar bara 14, 9 spírur!
Mitt fyrsta verk í nýju húsi verður að setja upp myrkvunargluggatjöld í svefnhergin, þegar manneskja af mínu sauðahúsi er farin að sofa þrjá til sex tíma á nóttu þá er eitthvað mikið að. Nú er ég t.d. þurr í augunum, hás, lystarlaus, með vöðvabólgu og ónot í höfði, allt vegna svefnleysis. Ljósið í myrkrinu (eða ætti ég kannski að segja myrkrið í ljósinu) er iPodinn minn, hann hefur nú í tvígang svæft mig. Ég trúi ekki að mér hafi tekist að gleyma lækningarmætti tónlistarinnar. Það ættu að vera mannréttindi að eiga geislaspilara og góða diska. Þessi færsla er að leysast upp í væmni dauðans... eða eitthvað.
Mæli með því að allir horfi á fasteignaþáttinn á skjá einum í kvöld og annað kvöld því að íbúðin mín verður sýnd annað hvort kvöldið, hún er ótrúlega fín og góð og kostar bara 14, 9 spírur!
Mitt fyrsta verk í nýju húsi verður að setja upp myrkvunargluggatjöld í svefnhergin, þegar manneskja af mínu sauðahúsi er farin að sofa þrjá til sex tíma á nóttu þá er eitthvað mikið að. Nú er ég t.d. þurr í augunum, hás, lystarlaus, með vöðvabólgu og ónot í höfði, allt vegna svefnleysis. Ljósið í myrkrinu (eða ætti ég kannski að segja myrkrið í ljósinu) er iPodinn minn, hann hefur nú í tvígang svæft mig. Ég trúi ekki að mér hafi tekist að gleyma lækningarmætti tónlistarinnar. Það ættu að vera mannréttindi að eiga geislaspilara og góða diska. Þessi færsla er að leysast upp í væmni dauðans... eða eitthvað.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)