Ég hef takmarkaðan tíma til að blogga núna og hin sjúklega löngun til að vera alltaf í tölvunni er ekki lengur til staðar enda nóg að gerast í raunheimum.
Á morgun tökum við hjónin stefnuna á Kaupmannahöfn þar sem við ætlum að eiga rómantíska daga, versla jólagjafir, borða konfekt og drekka rauðvín. Við komum aftur seint á mánudagskvöld. Ég geri ráð fyrir að eiginmaðurinn taki með sér tölvu svo að kannski flyt ég ykkur fréttir í beinni.
Inga Hlín skoraði á mig í enn einni netkeðjunni en það verður að bíða þangað til ég kem aftur nema það verði svo drepleiðinlegt í Kaupmannahöfn að ég finni ekkert betra að gera en að hanga í tölvunni.
Sé ykkur seinna.
miðvikudagur, nóvember 30, 2005
mánudagur, nóvember 28, 2005
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
Ji hvað mig kitlar!
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey
1. Klára ritgerðina
2. Eignast a.m.k. eitt barn í viðbót
3. Skoða Macchu Picchu
4. Verða virðuleg fræðikona
5. Finna sjálfa mig
6. Kynnast fleira fólki
7. Verða rík
7 hlutir sem ég get
1. Skrifað ritgerðir
2. Talað út í eitt
3. Farið í handahlaup
4. Farið ein í bíó eða til útlanda án þess að leiðast eða skammast mín
5. Sagt nei
6. Sungið í kór
7. Elskað
7 hlutir sem ég get ekki
1. Borðað svið
2. Lifað án vina og fjölskyldu
3. Hlustað á Hemma Gunn á Bylgjunni á sunnudögum
4. Hlaupið hratt
5. Beðið eftir að fara til Kaupmannahafnar
6. Gengið á mjög háhæluðum skóm
7. Lifað án internetsins
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið
1. Fagurlega mótaðar og kraftalegar hendur
2. Útgeislun
3. Húmor
4. Yfirvaraskegg (þó að maðurinn minn harðneiti að safna)
5. Gáfur
6. Munnsvipur
7. Manngæska
7 frægir karlmenn sem heilla mig
1. Kris Marshall
2. Alex Kapranos
3. Joaquin Phoenix
4. Christian Bale
5. Hugh Laurie
6. Robbie Williams
7. Biggi í Maus
7 orð eða setningar sem ég segi oftast
1. Já
2. Nei
3. Leifur
4. Þór
5. Veistu hvar … er?
6. Kannski
7. Jæja
7 manneskjur sem ég ætla að kitla
1. Ása Lára
2. Kaffikella
3. Steini bróðir þó hann sé ekki bloggari
4. Hjördís
5. Parísardaman
6. Inga Hlín
7. Hryssa
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey
1. Klára ritgerðina
2. Eignast a.m.k. eitt barn í viðbót
3. Skoða Macchu Picchu
4. Verða virðuleg fræðikona
5. Finna sjálfa mig
6. Kynnast fleira fólki
7. Verða rík
7 hlutir sem ég get
1. Skrifað ritgerðir
2. Talað út í eitt
3. Farið í handahlaup
4. Farið ein í bíó eða til útlanda án þess að leiðast eða skammast mín
5. Sagt nei
6. Sungið í kór
7. Elskað
7 hlutir sem ég get ekki
1. Borðað svið
2. Lifað án vina og fjölskyldu
3. Hlustað á Hemma Gunn á Bylgjunni á sunnudögum
4. Hlaupið hratt
5. Beðið eftir að fara til Kaupmannahafnar
6. Gengið á mjög háhæluðum skóm
7. Lifað án internetsins
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið
1. Fagurlega mótaðar og kraftalegar hendur
2. Útgeislun
3. Húmor
4. Yfirvaraskegg (þó að maðurinn minn harðneiti að safna)
5. Gáfur
6. Munnsvipur
7. Manngæska
7 frægir karlmenn sem heilla mig
1. Kris Marshall
2. Alex Kapranos
3. Joaquin Phoenix
4. Christian Bale
5. Hugh Laurie
6. Robbie Williams
7. Biggi í Maus
7 orð eða setningar sem ég segi oftast
1. Já
2. Nei
3. Leifur
4. Þór
5. Veistu hvar … er?
6. Kannski
7. Jæja
7 manneskjur sem ég ætla að kitla
1. Ása Lára
2. Kaffikella
3. Steini bróðir þó hann sé ekki bloggari
4. Hjördís
5. Parísardaman
6. Inga Hlín
7. Hryssa
mánudagur, nóvember 14, 2005
Það er alltaf hátíðleg stund þegar Bókatíðindi læðast inn um bréfalúguna hjá mér og þess vegna er dagurinn í dag góður dagur. Það er slatti af bókum sem mig langar að lesa en heldur færri sem ég kæri mig um að eiga. Ég er lítið spennt fyrir íslensku barnabókunum en þær þýddu þykja mér sumar aðeins bitastæðari. Mig langar mest að lesa barnabækurnar hans Jógvans Isaksens enda hef ég gaman af fullorðinsbókum hans en einhverjar fleiri á ég eflaust eftir að lesa og sumar er ég búin með. Verst að það kom ekki ný bók um Abarat.
Eftir fyrstu skoðun eru þetta þær bækur sem ég er spenntust fyrir:
Afturelding - Viktor Arnar
Frægasti maður í heimi - Kristjón Kormákur
Vetrarborgin - Arnaldur Indriða
Yosoy - Guðrún Eva
Þriðja táknið - Yrsa Sigurðardóttir
Eldgos - Ari Trausti
Játningar Láru miðils - Páll Ásgeir
Takið eftir að flestir höfundanna heita tveimur nöfnum. Ætli það sé erfiðara að meika það í bókabransanum ef maður heitir bara einu nafni?
Miklu fleiri bækur ætla ég mér að lesa og sumar eru þegar afgreiddar, það er nefnilega ljómandi gott bókasafn hér í Þorpinu.
Ég brá mér í borgarferð um helgina og hafði það náðugt, fór í heimsóknir, át og svaf, horfði svo á dauflega Eddu í gær, guði sé lof fyrir Silvíu Nótt. Fyrirtakshelgi alveg hreint.
Ég er ekki uppfull af bloggþörf þessa dagana og því gæti vel farið svo að ég taki mér smá frí í einhvern tíma en kannski ekki. Það verður þá aldrei mjög langt. Lifið heil.
Eftir fyrstu skoðun eru þetta þær bækur sem ég er spenntust fyrir:
Afturelding - Viktor Arnar
Frægasti maður í heimi - Kristjón Kormákur
Vetrarborgin - Arnaldur Indriða
Yosoy - Guðrún Eva
Þriðja táknið - Yrsa Sigurðardóttir
Eldgos - Ari Trausti
Játningar Láru miðils - Páll Ásgeir
Takið eftir að flestir höfundanna heita tveimur nöfnum. Ætli það sé erfiðara að meika það í bókabransanum ef maður heitir bara einu nafni?
Miklu fleiri bækur ætla ég mér að lesa og sumar eru þegar afgreiddar, það er nefnilega ljómandi gott bókasafn hér í Þorpinu.
Ég brá mér í borgarferð um helgina og hafði það náðugt, fór í heimsóknir, át og svaf, horfði svo á dauflega Eddu í gær, guði sé lof fyrir Silvíu Nótt. Fyrirtakshelgi alveg hreint.
Ég er ekki uppfull af bloggþörf þessa dagana og því gæti vel farið svo að ég taki mér smá frí í einhvern tíma en kannski ekki. Það verður þá aldrei mjög langt. Lifið heil.
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Það er ekki eins og ég nenni ekki að blogga. Þær eru ófáar mínúturnar sem ég hef setið við tölvuna og ausið úr mér skemmtilegheitum og fúlheitum í bland en allt kemur fyrir ekki, ódauðleg snilld er nú dauð vegna þess að bévítans nettengingin er með derring og kemur og fer eins og hún hafi engum skyldum að gegna. Einhver Homer hjá fjarskiptafyrirtæki Fjárans lét sér detta í hug að ýta á eins og einn eða tvo takka og restin er histería.
Ég hafði mjög gaman af þættinum um INXS enda var ég ákafur aðdáandi um fermingaraldurinn, það má því gera ráð fyrir að ég verði föst yfir kassanum næstu sunnudagskvöld. Það gladdi mig einnig ósegjanlega að sjá að Ódáðaborg mætir aftur á skjáinn í kvöld, fantafínir þættir og svo er ég líka pínu skotin í honum þessum.
Ég man nú ekkert markvert í augnablikinu en það er aldrei að vita hvað gerist þegar nettengingin dettur út næst.
Jú heyrðu mig nú! Hún slr frænka mín fæddi stúlkubarn þann 3. nóvember! Til hamingju!
Ég hafði mjög gaman af þættinum um INXS enda var ég ákafur aðdáandi um fermingaraldurinn, það má því gera ráð fyrir að ég verði föst yfir kassanum næstu sunnudagskvöld. Það gladdi mig einnig ósegjanlega að sjá að Ódáðaborg mætir aftur á skjáinn í kvöld, fantafínir þættir og svo er ég líka pínu skotin í honum þessum.
Ég man nú ekkert markvert í augnablikinu en það er aldrei að vita hvað gerist þegar nettengingin dettur út næst.
Jú heyrðu mig nú! Hún slr frænka mín fæddi stúlkubarn þann 3. nóvember! Til hamingju!
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Fjarskiptafyrirtæki Satans hefur haldið mér frá blogginu að undanförnu. Nettengingin dettur inn og út og enginn virðist vita hvernig á að kippa þessu í lag. Nú er hún inni og vonandi varir það ástand að eilífu.
Héðan er svo sem ekkert merkilegt að frétta svo að það er engin þörf á að lesa lengra.
Leikfélagið er að verða ansi smart, áheyrnarpróf fóru fram í gærkveldi og það er sko engin spurning að það er ekki hörgull á hæfileikaríku fólki í Þorpinu.
Mig dreymdi furðulegan draum um bloggara sem ég hef aldrei átt orðaskipti við og les bara í laumi en þótt ég verði pínd til dauða mun ég aldrei ljóstra upp um innihald draumsins. Djöfull var hann samt skemmtilegur.
Sonur minn, snillingurinn, hringdi í lögguna í gær til að kvarta yfir foreldrum sínum. Nú bíð ég bara eftir að barnaverndanefnd láti sjá sig.
Verð að hætta núna, það er einhver að ban
Héðan er svo sem ekkert merkilegt að frétta svo að það er engin þörf á að lesa lengra.
Leikfélagið er að verða ansi smart, áheyrnarpróf fóru fram í gærkveldi og það er sko engin spurning að það er ekki hörgull á hæfileikaríku fólki í Þorpinu.
Mig dreymdi furðulegan draum um bloggara sem ég hef aldrei átt orðaskipti við og les bara í laumi en þótt ég verði pínd til dauða mun ég aldrei ljóstra upp um innihald draumsins. Djöfull var hann samt skemmtilegur.
Sonur minn, snillingurinn, hringdi í lögguna í gær til að kvarta yfir foreldrum sínum. Nú bíð ég bara eftir að barnaverndanefnd láti sjá sig.
Verð að hætta núna, það er einhver að ban
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)