Hér er ekki lengur snjór, hann entist ekki nema eina nótt en Leifur náði a.m.k. að sjá hann áður en hann hvarf. Það er vorlykt í loftinu þótt það sé dálítið kalt úti og sú tilfinning að það sé eitthvað glænýtt í vændum, er yfirþyrmandi.
Stóri strákurinn minn er orðinn frískur og nýtur lífsins með vinum sínum, sá litli er sprækur líka og stefnir hraðbyri í áttina að því að líkjast átrúnaðargoðinu, Mitchelin manninum. Reyndar finnst mér ekki eins og ég sé að kynnast nýjum einstaklingi þar sem ég er búin að horfa í þetta andlit síðastliðin tíu ár, a.m.k. neðri hluta þess.
Nú er bloggtíminn liðinn, skyldan kallar.
laugardagur, janúar 27, 2007
miðvikudagur, janúar 24, 2007
þriðjudagur, janúar 23, 2007
Þið eruð svona sniðug.
Leibbalingurinn er búinn að vera heima með flensu í viku en skal í skólann á morgun, við erum að verða geðveik. Ég hef lítið haft fyrir stafni annað en að sofa og eyða peningum, ég datt um þessi æðislega fínu leðurstígvél um helgina, lét verða af því að kaupa afmælisgjöf síðasta afmælisdags til mín fyrir hönd eiginmannsins og pantaði flug fyrir okkur öll til Íslands núna rétt áðan. Við ætlum að vera ógeðslega lengi þar sem skólapilturinn er akkúrat í löngu páskafríi. Nú þarf ég bara að fá vegabréf fyrir ungann svo hann verði ekki hirtur af mér á flugvellinum. Annars var hann vigtaður í dag og þykir dafna vel miðað við bresk börn, hvernig mætti líka annað vera, hann hangir á spena öllum stundum og er sko farinn að síga töluvert í.
Ég er reyndar pínu efins. Ætti ég að láta skíra Emil í þjóðkirkjunni eða vísindakirkjunni? Eða kannski bæði (hvorugt kemur ekki til greina)? Er ekki vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig ef það kemur svo á daginn að Tom Cruise er í alvöru álíka mikill spámaður og sjálfur Jesú? What to do, what to do...
Það lítur út fyrir að Þorp Satans sé að verða akkúrat það, Sódóma norðursins, miðað við fréttir síðustu daga. Vonandi mun heilagur Tom hrekja syndarana til helvítis þar sem þeir eiga heima. Amen.
Leibbalingurinn er búinn að vera heima með flensu í viku en skal í skólann á morgun, við erum að verða geðveik. Ég hef lítið haft fyrir stafni annað en að sofa og eyða peningum, ég datt um þessi æðislega fínu leðurstígvél um helgina, lét verða af því að kaupa afmælisgjöf síðasta afmælisdags til mín fyrir hönd eiginmannsins og pantaði flug fyrir okkur öll til Íslands núna rétt áðan. Við ætlum að vera ógeðslega lengi þar sem skólapilturinn er akkúrat í löngu páskafríi. Nú þarf ég bara að fá vegabréf fyrir ungann svo hann verði ekki hirtur af mér á flugvellinum. Annars var hann vigtaður í dag og þykir dafna vel miðað við bresk börn, hvernig mætti líka annað vera, hann hangir á spena öllum stundum og er sko farinn að síga töluvert í.
Ég er reyndar pínu efins. Ætti ég að láta skíra Emil í þjóðkirkjunni eða vísindakirkjunni? Eða kannski bæði (hvorugt kemur ekki til greina)? Er ekki vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig ef það kemur svo á daginn að Tom Cruise er í alvöru álíka mikill spámaður og sjálfur Jesú? What to do, what to do...
Það lítur út fyrir að Þorp Satans sé að verða akkúrat það, Sódóma norðursins, miðað við fréttir síðustu daga. Vonandi mun heilagur Tom hrekja syndarana til helvítis þar sem þeir eiga heima. Amen.
föstudagur, janúar 19, 2007
Þankagangur sá er kemur fram í lok þessarar bloggfærslu er ástæðan fyrir því að refsingar fyrir kynferðisglæpi eru alltof vægar.
þriðjudagur, janúar 16, 2007
sunnudagur, janúar 14, 2007
Ég þakka ykkur öllum fyrir góðar kveðjur, það er svo notalegt að vita af ykkur þarna úti þegar maður saknar fjölskyldu og vina heima á Frónni.
Hér hefur svo sem lítið borið til tíðinda síðan síðast, við Emil höfum sofið nánast alla vikuna, hann þó heldur meira en ég, alveg var því stolið úr mér hvað hvítvoðungar sofa mikið og eins sá háttur þeirra að vakna þegar allir aðrir eru í fastasvefni. Drengurinn dafnar vel og hefur augsýnilega bætt á sig einhverjum grömmum síðan hann leit fyrst dagsins ljós, líklega hefur hann þessi grömm af mér sem er bara hið besta mál, farið hafa grömm betri.
Í dag langar mig óskaplega að vera á Íslandi og leika mér í snjónum, fara svo heim til mömmu og pabba og fá heitt kakó og nýbakaðar vöfflur. Kannski um páskana.
Sérstakar kveðjur sendi ég hetjunum í Edinborg en þau heyja nú baráttu við illvígan dreka og eru um það bil að leggja hann að velli.
Hér hefur svo sem lítið borið til tíðinda síðan síðast, við Emil höfum sofið nánast alla vikuna, hann þó heldur meira en ég, alveg var því stolið úr mér hvað hvítvoðungar sofa mikið og eins sá háttur þeirra að vakna þegar allir aðrir eru í fastasvefni. Drengurinn dafnar vel og hefur augsýnilega bætt á sig einhverjum grömmum síðan hann leit fyrst dagsins ljós, líklega hefur hann þessi grömm af mér sem er bara hið besta mál, farið hafa grömm betri.
Í dag langar mig óskaplega að vera á Íslandi og leika mér í snjónum, fara svo heim til mömmu og pabba og fá heitt kakó og nýbakaðar vöfflur. Kannski um páskana.
Sérstakar kveðjur sendi ég hetjunum í Edinborg en þau heyja nú baráttu við illvígan dreka og eru um það bil að leggja hann að velli.
mánudagur, janúar 08, 2007
Hér eru allir hressir, Emil sefur og nærist til skiptis, Leifur er mjög hrifinn af þeim stutta, Þór er kominn í frí með brosið frosið á andlitinu og ég er öll að braggast þótt ég eigi líklega eftir að sofa dálítið á næstunni. Nágrannar okkar hafa ættleitt okkur, færa okkur gjafir, senda okkur mat, passa Leif og gera allt til að létta okkur lífið, dásamlegt fólk. Jólaskrautið er enn uppi en við hljótum að finna tíma fljótlega til að taka það niður. Ef við megum vera að því að taka okkur hlé frá því að dást að snáðanum.
laugardagur, janúar 06, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)